miðvikudagur, 2. október 2013

Jæja komin tími á smá meira .....

Á sunnudaginn tók ég þá ákvörðun að segja upp leigunni á íbúðinni sem að ég er með hérna Í Rvk. En því fylgja erfiðir dagar og vikur þannig að ég þarf að tipla extra á tánum og trúa og treysta á að það komi eithvað uppí hendurnar á mér sem mér er ætlað að fá. Sem betur fer hefur lífið alltaf spilast vel út hjá mér þó að ég þurfi stundum að hafa mismikið fyrir því og einnig hef ég rekið mig á. En mistök eru til að læra af þeim ekki til að berja sig niður með og sleppa ekki af fortíðardraugunum.

Verð að minnka áreitið í kringum mig og er fjármálaáhyggjur einn af þeim parti. Ætla að finna mér stúdíóíbúð eða herbergi með aðgangi að öllu.  Sé framm á að ég fari á Skagann meira næsta árið og er planið að ég fari alltaf 1 fastan dag í viku og verð nótt með Öddu Steinu. Mér finnst það æðislegt. Þá fæ ég pottþétt að hitta hana 1 sinni í viku í það minnsta :) Svo er náttúrulega að eyða eins miklum tíma með mömmu eins og mögulegt er. Hver dagur, vika, mánuður og ár ...... er dýrmætur eins og staðan er í dag.

Semsé ég ætla mér að fara lifa mjög einföldu lífi næsta árið. Svo þegar að ég útskrifast úr Hringsjá áramót 2014 þá verður planið endurskoðað og hver veit hvað tekur þá við hjá mér. Allavegana er ég alveg sátt.

Er búin að vera taka til í hannyrðabókum og blöðum og búin að skella því inná FB og ætla að losa mig við allt óþarfa drasl. Svei mér þá ef að svona hreinsun er ekki góð fyrir sálina. Held það nú bara.

Æ .... hvað það er nú gott að vera farin að blogga aftur. Smá tæming á huganum og maður tímasetur atburði sem á vegi manns verða.

Kveðja Hafdís sem siglir óhikað áfram í ný ævintýri sem munu einkennast af hófsemi og nægjusemi.

" all you need is love "


Engin ummæli: