föstudagur, 4. október 2013

Lífið hræðir mig svoldið þessa dagana ......
Er að fara út fyrir þægindarammann minn og taka stórar ákvarðanir. Tilfinningarnar ( öryggisleysi, vanmáttur, hræðsla, höfnunartilfinning og fl. ) sveiflast svo hratt að ég á fullt í fangi með að vera í núinu. En ég veit að þegar að þessi tími verður búin þá færist aftur ró yfir mig og ég get náð að fókusa aftur á þeim verkefnum sem frammundan eru hjá mér.

Þarf stöðugt að minna mig á hverju ég hef áorkað síðustu 2 árin ..... og þá spennandi tíma sem eru frammundan hjá mér. Það að hafa komist í skólann er að gersamlega bjarga lífi mínu þessa dagana. Ég er að elska þetta ...... er með frábæru fólki, starfsfólkið er yndislegt og það er bara svomikill andi yfir staðnum. Mér finnst ég örugg þarna. Sama hversu illa mér líður þá er þetta staðurinn sem að ég vildi vera á. Jafnvel um helgar þegar að vanlíðanin kemur yfir mig þá vildi ég óska að það væri skóli þann daginn.

Já stundum gerast hlutirnir og maður áttar sig ekki á því fyrr en eftir smá tíma hversu mikilvægir þeir eru og stundum verða þeir hreinlega líflína manns.

Það að vera innan um fólk sem hefur einhversskonar tilfinningavanda og fá þann skilning sem að maður þarf svo nauðsynlega á að halda er dýrmætt. Það er nefnilega erfitt að umgangast fólk sem að maður samsamar sig ekki með og getur ekki sett sig í mínar aðstæður. Það er alltaf tilbúið að koma með ráð um hvað maður á að gera og hvað ekki. Prufa þetta og hitt og efast um að maður sé að gera nákvæmlega réttu hlutina og svo framvegis. Stundum vildi ég óska að fólk vildi treysta mér og leyfa mér að reka mig á og uppgötva það að það er í lagi að gera mistök. Þau eru til að læra af þeim og efla mann í að halda áfram og gera betur næst.

Já maður hugsar mikið þessa dagana um lífið og tilveruna ..... hvert það tekur mann og hvar maður verður eftir 5 ár. En mitt mottó er að lifa í andartakinu ..... því að stundum er það akkúrat það sem að ég næ að ráða við.

Góða helgi kæru vinir.




Engin ummæli: