Jæja það er komið að því. Ég er home alone. Sissó og stelpurnar farin á Ísó og ég er heima með kisunum. Hamingjusvipurinn á dótturinni þegar að hún kvaddi mömmu sína var yndislegur. Ég er ekkert smá glöð að hún skildi fá að fara með líka. Þetta á eftir að verða stórt ævintýri.
Þetta verða páskarnir mínir ... þar sem að ég ætla að taka aðeins til ... svona heima við og líka innra með mér. Var í tíma uppá Lansa í dag og fór í svona "djúp slökun" eða dáleiðslu. Man ekki alveg hvað þetta heitir en vá ... þetta var ótrúlega skrítið. Ég upplifði mig á mínum uppáhaldsstað ... Marblehead ... skrítið ... ég vissi að ég elskaði þennan stað. En ekki að hann væri svona rosalega sterkur í mínum huga. Mér leið undursamlega vel , fann til öryggis og ætlaði ekki að vilja vakna. Skældi eins og smollari eftir þetta því að það var klippt á eithvað sem ég var ekki tilbúin að sleppa. Ætla að prufa að gera þetta aftur á næstu dögum. En þá verður það þegar að ég verð ein með sjálfri mér og hlusta á James Taylor minn uppáhalds tónlistarmann.
Núna ætla ég aðeins að chilla og grípa í prjóna .... mér leiðist það ekki skal ég segja ykkur. Er að spá í að fara prjóna mér peysu ... er með hana í huganum eins og er ... en hver veit hvað verður um páskana ....
Að lokum ein mynd .... þessi er gömul .... Vettlingar sem að ég prjónaði handa Guggu vinkonu Helgu. Vona að hún fari ekki í mál við mig vegna myndbirtingarinnar :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli