föstudagur, 30. apríl 2010

Hamingja er hugarástand

Jæja þá er komið að smá uppgjöri :

Ég er komin í tímabundið leyfi frá vinnu vegna minna veikinda. Síðustu 2 vikur hafa farið i að sætta mig við að hafa þurft að fara svona langt niður til að geta tekist við lífið og tilveruna á nýjan leik.

Ég er á Ham námskeiði til að hjálpa mér að takast á við tilfinningar mínar til matar.

Ég er í heilun hjá yndislegri konu .... búin að fara í 2 tíma og í dag finnst mér vera 1sti dagurinn sem að ég veit hvað ég á að gera til að vinna mig útúr þessum aðstæðum sem að ég er komin í.

Kæru vinir og fjölskylda þetta kemur ....... en tekur smá tíma og hann hef ég vegna þess að ég er búin að finna leiðina.Ég þarf bara að takast á við þetta ferðalag og gefa mér tíma. Læra þolinmæði.

Núna ætla ég að hlusta á mig , tilfinningar mínar og líkama minn. Það er mín vinna næstu daga og vikur.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Stórt knús á þig frá mér

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér Hafdís mín, gangi þér vel í baráttunni. Kíktu við öðru hverju ;-)
kveðja Bjarki