Jæja síðustu dagar hafa verið mér erfiðir.
Fyrst var það læknisheimsóknin ...... það fór í raun og veru á besta veg. Hann baðst afsökunar á að hafa brugðist mér og svo ræddum við saman um stund. Eða aðalega ég ... og skældi smá. Játaði að sagan væri jú aðeins lengri en bara frá því í Desember. Þá skyndilega breyttist "doktorinn" og skildi málið mun betur en áður. Og hafði fundist ég ómóttækileg fyrir hans uppástungum ( sem voru jú heimsókn á geðdeild sem að ég hef verið að gera en ekki nógu ákveðin þar sem að hjálpin sem ég hef verið að fá er ekki nógu mikil ). En það versta var á meðan á þessu stóð þá var hann stöðugt að líta á klukkuna og með svona ákveðin comment .... Ég var ákveðin að reyna .... að byrja uppá nýtt með þessum doksa og láta það sem liðið er liðið. En ...
Um leið og ég labbaði út i bíl þá fann ég ..... ég gat þetta ekki ... ég gat ekki hugsað mér að hitta hann aftur. Ástæður: m.a....
Ég bað hann um að mæla blóðþrýstinginn.... fannst það eðlileg bón. Ég er jú komið á lyf og þarf að fylgjast með mér : Hans svar var ... ertu ekki að mæla þig heima .... þar með var því eytt.
Ég játaði að ég hefði jú ekki komið til hans vegna þunglyndis í des. þá hló hann lítið eitt / eftir á ... þá finnst mér þetta mjög skrítið. Ég er rétt svo farin að segja þetta upphátt við fjölskyldu, vini og vinnufélaga ... það er ekki auðvelt að tala um sjálfan sig svona.
Konan sem ég er að hitta uppá Lansa bað mig um að biðja hann um að sækja um uppá Reykjalundi ....það er jú í verkahring læknisins manns ef að maður hefur einn slíkan. Honum fannst þetta fáránleg hugmynd. Þar með var það ekki gert. Ég er nefnilega búin að komast að því að matur á stóran þátt í þunglyndi mínu. Þegar að mér líður illa þá ét ég út í eitt .... útkoman ....ég er komin í Ofeldisflokkinn !
Eftir á að hyggja var ég ekki með lækni sem að hugsaði um minn hag. En þetta varð til þess að þennan sökk ég í svartnættið á ógnarhraða.... mér fannst ég ekki þess verð að vera hérna lengur .... var farin að hugsa leiðir.... þá gafst ég upp .... skíthrædd við sjálfa mig og tók svefntöflu og sveif um á bleikum skýjum. Í smá stund alla vegana. Í annað skipti á hálfum mánuði lendi ég í þessari stöðu. Ég verð að viðurkenna að ég er veikari fyrir en ég hélt. Þoli ansi lítið tilfinningarót.
Síðustu dagar hafa farið í að jafna mig.....
Nú svo til að gera um verra þá er ég komin með þetta skítakvef .... þannig að andlega líðanin er ekki góð.
Er hálf raddlaus ....og slöpp. Hvað gerir maður þá .... jú alveg rétt maður leyfði sér allt... v.þ. að maður átti það skilið ! lystarleysið var þannig að þá má maður borða nánast hvað sem er ef að maður hefur lyst !!!!
Í dag fékk ég mér bragðaref sem að mér er búið að langa í 2 daga ! Að vísu með smá nammi í ... !
Jedúddamía.... hvað helv.... kallaði á meiri sykur. Ég var búin að vekja upp skrattann innra með mér. Ég er nefnilega búin að vera æfa mig eins og ég er að læra á HAM námskeiðinu að láta tilfinningar ekki stjórna því hvað ég borða.... En svindldagur á baki ....og ég strax búin að fá "verðlaunin" .... maginn þolir ekki svona svind þannig að ég vakana hérna um miðja nótt til að fara á dolluna. Gott á mig.... nú skal skrattinn ekki heltaka mig á morgun ..... Bý mér bara til ískaldan búst sem er jú miklubetra. Allavegana fyrir sálartetrið og mallakútinn.
Já lífið er skritið hjá Ásfrúnni .... það er í ökkla eða eyra. En eitt hef ég gert þessa vikuna... Ég fór til læknisins .... sem að var stórt skref .... og ég er að viðurkenna eitt og annað fyrir sjálfri mér.
Næsta vika verður á svipuðum nótum .... en ég krosslegg putta og tek 1 klt. í einu.
2 ummæli:
Ég finn til með þér elskan að hafa svona skítlegan lækni. Hef sjálf verið að glíma við einn sem viðist alltaf tímabundin þegar ég kem og síðast þegar ég var hjá henni vildi hún ekki einu sinni líta á mig og sagði mér að þetta væri allt saman í hausnum á mér en ekki líkamlegt. Það var það að vissu leiti því það tekur á að vera veikur og sérstaklega þegar læknirinn tekur ekki mark á þér.
Það er frábært hjá þér að takast á við þunglyndið m.a með því að skrifa um það og deila því með öðrum. Að vita að aðrir styða en fordæma ekki. Elsku besta snúllan mín, ég veit að þú ert sterk kona og munt komast í gegnum þetta með góðum stuðningi. Ég vona að þú fáir nýjan lækni sem fyrst því þú átt það svo sannarlega skilið að losna við þennan hrokagikk.Ég krossa líka fingurna fyrir því að þú komist inná Reykjalund sem allra, allra fyrst!!
Bestu baráttukveðjur frá Norge, Gugga
Finnst frábært að lesa hjá þér þó ég þekki þig ekki neitt. Er sjálf í sömu sporum.
En númer eitt, tvö og þrjú er að hafa góðann lækni sem maður treystir. Sem hlustar á mann.
Gangi þér vel.
Skrifa ummæli