Ótrúlegt en satt ... 2 dagar í brottför .....
Gærkveldið var ótrúlegt. Hérna er mynd bara til að sýna ykkur ....
Það eru svo fleiri myndir inná Facebook. En við áttum yndislegt kvöld ... ég elska garðinn þeirra ... hann er algerlega .... ég er orðlaus ... en það sem er hægt að gera án þess að það kosti heila hönd. Þau eru mjög dugleg að endurnýta allt og ekkert ... ýmislegt sem að manni dytti ekki í hug að nota .... tjágreinar sem að Roze notaði til að útbúa lága girðingu .... gömul hlið eða járnstykki sem prýða garðinn til að halda við blóm eða bara til skrauts.... u name it. Í fyrra kom ég til þeirra í maí og þá var garðurinn þeirra frekar skammt á veg komin og blómin öll frekar smá ... en núna ... vá ég er mánuði seinna og það er ótrúlegt að sjá. Næst verð ég að koma í ágúst-sept. Þá verður komin uppskera og allt í blóma.
Jammí jamm ... við týndum ber í salatið ... og reyndar baunir líka ... og jammí hvað það var gott .... ég gæti endalaust haldið áfram. Og hvað haldi þið ... ég horfi á 1 sta þáttinn í 3 seríunni af True blood. Það er búið að sýna 2 hérna . En ég var gersamlega búin á því ásamt fleirum. En Kolla hefur aldrei séð þessa þætti en er algerlega orðin æst í fleiri þætti. Ég verð sko 4 sure að horfa á á netinu þegar að ég kem heim. Þvílíkt spennandi þessir þættir.
Ég held að Sissó sé algerlega dolfallinn eftir síðustu 2 kvöld ... fyrst Sushi hjá Brian og Sigrúnu og svo í gær 4 réttað ... humar, kjúklingur, naut og svín hvort öðru betra. Semsé hver þarf að fara út að borða þegar að svona matarboð eru. Við erum líka búin að vera rosalega dugleg að elda hérna heima..... Sissó elskar að versla hérna. Við meirað segja eigum ennþá eftir að elda T-bone steik ... en ég efa að við höfum hreinlega tíma í það. Því að í dag förum við Kolla að versla eftir vinnu til að pikka upp það sem að á eftir að kaupa. Sissó fær að vera heima og elda hangikjöt og undirbúa fyrir morgundaginn en þá verður haldið partý ... við eigum von á helling af góðum vinum ..... það verður sko örugglega yndislegt kvöld. Það verður Íslenskt þema ... kalt hangikjöt með rófustöpp, hveitikökur la mamma / flatkökur með hangikjöti og reyktum laxi, sviðasulta og eithvað fleira ... vona að allir verði ánægðir og sáttir eftir þessa veislu :o) hvernig er annað hægt.
Jæja nóg komið af bloggi í dag ... ég ætla að fara setja myndir inná Fb. Bið að heilsa að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli