Ótrúlegt en satt ..... en þetta er samt eiginlega síðasti dagurinn því að við þurfum að vera komin uppá flugvöll kl. 12 á hádegi á morgun. Skil ekkert í mér að hafa ekki tekið seinna flugið ! Gott að vera vitur eftir á.
Í dag er semsagt stíft plan. Við erum að fara undirbúa kvöldið í kvöl .... Sissó er búinn að sjóða hangikjöt, kartöflur, rófur , taka út sviðasultuna, flatkökurnar og hveitikökurnar. Þannig að nú á bara eftir að gera svona smotterí. Það verður gaman að sjá hvernig fólki mun líka íslenski maturinn okkar. Reyndar eru 3 ísl. stelpur sem koma þannig að það verður örugglega vel tekið til matarins.
Í gær var tekinn pökkunardagur þannig að það er allt að verða klárt. Og ótrúlegt en satt við erum bara með 3 töskur og 2 í handfarangur .... EN .....
Við Kolla vorum nú ekki lengi að bæta úr því ... við fengum nefnilega að fara í stelpuferð í mollið .. ég þurfti að láta taka helv... þjófamerkin úr húlluhaldaranum hjá mér og svo þurftum við að fara aftur í Build a bear. Adda Steina vildi nefnilega að Hello Kitty dúkkan hennar myndi eiga hello kitti nærbuxur alveg eins og hún :o) við vorum sko búin að kaupa 1 outfit og það átti að duga. En nei ... hvað gerir maður ekki fyrir barnið.
Svo fór ég í Wetseal fyrir hana Helgu mína ... oh ... það held ég að hún verði ánægð með mömmu sína ... eða ég vona það .... það er sko miklu betri búð heldur en forever 21. Hún er sko alltof stór og mjög erfitt að finna hluti þar. Þannig að við vorum búin að gera alla mjög sátta .... nema hvað ;o)
En við áttum eina búð eftir Toy´s are us ........ Planið var að kaupa eithvað fyrir skottið í afmælisgjöf. Hún á sko afmæli í september. En hva ... það var pláss þannig að ég hugsaði að ég gæti keypt eithvað sem tæki pláss. Við enduðum á að finna þetta fína flotta dót fyrir hana ... og ekki nóg með það heldur keyptum við fyrir mömmu og pabba afmælisgjöf líka og Kolla keypti afmælisgjöf handa henni. Ótrúlegt en satt ... hún mun verða svo hamingjusöm með þetta. Ég vil sko ekki segja hvað þetta er því að þetta mun fara beint í geymslu þegar að heim verður komið. En þetta er dót fyrir 4 + þannig að ég sé frammá að þurfa fara aðeins í gegnum dótið hennar áður en afmælið verður og grinka á því að þetta er algjörlega nýtt. Held að hún eigi nánast ekkert svona.
Þannig að nú er sú staða komi upp að Kolla ætlar að lána okkur 4 töskuna :o) já svona gerast hlutirnar á Eyrinni sko. Þannig að við eigum eftir að pakka smá í dag.
Ég er öll út bitin síðan í gærkveldi eftir kvöldið hjá Roze og Jim ... flugurnar elska mig það er sko 4 sure.
Kolla er líka með bið og ég hef reyndar ekki heyrt Sissó kvarta ennþá en það er óvanalegt að hann sé ekki með einhver bit. En maður verður að hafa einhver ummerki um að maður hafi komið hingað þegar að heim er komið.
Semsagt busy dagur í dag ....við undirbúning fyrir kvöldið og við Kolla þurfum að skjótast í Target til að skila og kaupa síðustu hlutina sem vantar. Þetta er alltaf svona .... það er alltaf eithvað sem að vantar að lokum :o)
Bið að heilsa ykkur að sinni ...væntanlega verður lítið bloggað fyrir en heim verður komið þarsem að við þurfum að vakna í fyrramálið til að fara útá flugvöll. Dásamlegt eða hvað :o) en það verður yndislegt að fá að knúsa skottið og svo er Helga Rós að koma á þri - mið. Þannig að þetta verður yndisleg vika frammundan. Slökun og þvottur því að nú er AEG 20 ára vélin mín komi í lag. Skafti mágur er búin að laga hana fyrir okkur. Oh.... get varla beðið eftir að fara þvo ... því að þessi vél er bara yndislegt þó að gömul sé.
Enn og aftur ... farwell ...að lokum ein af okkur ... sem sýnir bara hvað okkur líður vel hérna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli