Vaknaði á miðvikudagsmorguninn staðráðin í því að það yrði minn bestir dagur í júní og það tókst :o) Enda þurfti nú ekki mikið til ... það er búið að taka alltof langan tíma að jafna mig eftir síðustu viku.
Á þriðjudaginn fór ég á 3 fundi í Rvk. "Ánægjulegast" var að fara í mat á Kviðameðferðarstöðinni ( Björg hjá Virk kom þessum fundi á) . Hitti þar góða konu sem að ég var hjá á Lsh 2005. Þannig að við áttum mjög gott spjall saman og hefðum þurft lengri tíma. En það kemur í ljós með áframhaldið. Allavegana held ég að ég sé að viðurkenna með sjálfri mér hvað kvíðinn hefur orðið stór hluti af veikindum mínum. Stundum er maður algerlega blindur þegar að kemur að sjálfum sér.
En mikið var ég þreytt en ánægð þegar að ég ók af stað heim þennan dag. Gerði allt sem að ég ætlaði mér þó að það hefði ekki verið auðvelt. Og lofaði sjálfri mér að nú skyldi ég slaka á og njóta næstu 2.5 vikna en það er þegar að ég á næsta fund með Björg (Virk)
Þannig að formlega er algert sumarfrí hjá mér..... ætla að njóta þess og finna gleðina í hjartanum aftur.
Er að fatta að ég sé að fara "heim" á mánudagsmorgun.... og spennan er að fara með mig. Finn að ég á erfiðara með svefn og er á svo mikilum yfirsnúning.
Fór á Knitpro síðuna og var að panta mér allskyns prjónafylgihluti. Ákvað að láta það eftir mér.
Er að fara á Ameríkustelpuhitting í kvöld .. og er svo spennt ..... síðast "bailaði" ég en þá var ekki góður dagur hjá mér. En í dag get ég varla beðið. Svona eru dagarnir mínir ... í ökkla eða eyra.
Dóttir mín er að fara í bústað með tengdaforeldrunum í kvöld ... sú stutta er alveg að missa sig yfir þessu.
Ætlar að gera svo margt í sveitinni :o) ég er mjög ánægð með að við skyldum hafa ákveðið að leyfa henni að fara þrátt fyrir að við værum að fara erlendis á mán. Hún mun njóta sín miklu betur heldur en hjá yfirspenntum foreldrum. Á Sunnudaginn verður svo knúsast í tætlur :o) og farið yfir tossalistann hennnar .... hvað skal kaupa í Ameríku : prinsessu sokka, hello kitty nærföt .... þetta er efst á hennar lista. Ótrúlegt hvað þau eru næjusöm á þessum aldri. Reyndar er úllinn ótrúlega róleg með þetta. Ég er búin að vera að spyrja hana hvað hana langi í .... og svörin ... föt eða e-h. Hún þekkir hvað gerist þegar að mammann og Kolla fara saman í búðir :o) Æ.... ég elska þessar stelpur mínar svo mikið.
Jæja það er best að fara pakka niður .... það er brottför hjá þeirri stuttu eftir nokkra tíma. Og ég lofaði að sækja hana snemma leikskólann þannig að spennan á eftir að vera mikil hjá henni.
Þangað til næst ..... á Skalanum 1-10 er ég sko komin uppí heila 7 ..... sem er ótrúlega gott miðavið um helgina en þá var ég að berjast í 1-3. Gef mér stig fyrir hvern dag. Og er farin að þakka fyrir þá daga sem að ég næ að vera í efri mörkunum :o) Þá er bara að finna þetta jafnvægi. Og að vinna með þolinmæðina.... ég þarf sífellt að minna mig á að þetta tekur tíma :o)
1 ummæli:
risaknús elsku hafdís :*
Skrifa ummæli