fimmtudagur, 1. júlí 2010

Spennufall

Já það má segja að síðustu dagar hafa verið "downhill" ég er ekki að ná mér á strik. Stórt tómarúm í mér sem að ég ræð illa við.

Fór á fund hjá henni Björg og við fórum yfir stöðuna ... ég er að fara til sálfræðings í Rvk. hjá Kvíðameðferðamiðstöðinni. Vona að ég fái tíma sem fyrst. Einnig fékk ég tíma hjá honum Georg sjúkraþjálfa en hann er með aðstöðu hjá sér þannig að ég er að vona að hann geti hjálpað mér að komast af stað hreyfingarlega séð þá sérstaklega vegna baksins á mér. Ég er með áunna slit þannig að ég hef mín takmörk þegar að kemur að því að demba sér út í hreyfingu.

Semssagt við erum ennþá að tala um þessa blessaða þolinmæði ..... og að taka 1 dag í einu.

Það er ættarmót hjá Sissó´s fólki um helgina ... ég er ekki að leggja í að fara ... það verður um 150 manns þar. Ég er engan vegin í formi til að vera í tjaldi innan um svona mikið fólk. Á enn mjög bágt með að fara innan um mikið af fólki þarsem að eru læti. Það algerlega "étur" upp alla mína orku.

Fór niður á Breið í gær og sat þar lengi og horfði útá haf .... hugsaði um lífið og tilveruna .... þetta er minn staður til að hlaða batteríin. Ég þarf svo að fá auka orku akkúrat núna. Er ekki að ná þessu jafnvægi innra með mér. En þetta kemur ...

Kv.

Engin ummæli: