Við Kolla fórum með Sissó út að borð á Salem dinner. Við erum að tala um stað sem opnaði 1941 og hefur ekkert verið breytt síðan þá. Þetta er ansi vígalegt. Held að Sissó hafi algerlega verið að fíla þetta :o)
3 stjörnur af 5 mögulegum. Overall: Worth a major detour - hérna er dómur sem að staðurinn fær
Nú eftir þetta var skroppið í Target að pikka upp nokkra hluti .... ferðin endaði náttúrulega á því að við vorum þarna alltof lengi ... allir orðnir þreyttir og við drifum okkur heim. Ég steinlá þegar að heim kom og svaf í heila eilífð ... enda ætlaði ég að vera hress fyrir kvöldið. Tók sko engan sjéns á öðru
Við skelltum okkur í lestina frá Salem og það tók ca. 15 mín. Það besta var að höllin var í sama húsi og lestarstöðin ... þannig að við þurftum lítið að hafa fyrir þessu. Svona á þetta að vera sko.
Já .... ég er þreytt og ótrúlega hamingjusöm í dag. Tónleikarnir stóðust væntingar og meira en það. Það var bara svo gaman að upplifa kærleikann hjá öllum á sviðinu enda erum við að tala um að þetta er hljómsveitin sem að var að spila saman 1970. Þannig að þetta er mjög merkilegur atburður. James hefur ekkert breyst síðan að ég sá hann árið 2005 ef einhvað er þá var hann bara léttari á sér. Þau voru ótrúleg og úthaldið sem að þau höfðu ... þau voru eins og unglings rokkstjörnur hoppandi um sviðið og voru á útopnu. Vildi óska að ég hefði þetta úthald sem að þau hefðu. Á leiðinni heim í lestinni steinlá ég .... og fór beint í rúmið þegar að heim var komið ... algert spennufall enda ekki skrítið.
Höllin sem að tónleikarnir voru haldnir í TD garden var tekið í notkun 2005 og tekur rúmlega 19.000 manns í sæti. Ótrúlega flott .... ég hugsa að það hafi nú ekki vantað svo marga uppá að það hafi verið full .... það voru laus sæti langt uppí í stúku. Við vorum með ótrúlega fín sæti. Sáum við yfir og svo voru skjáirnir beint fyrir framan okkur ;o) semsé ánægð og sæl öll saman.
Því miður mátti ekki vera með myndavélar þannig að þessir tónleikar lifa í minningunni hjá okkur.
Í dag er lítið planað að ég held ... Sigrún er að koma í morgunmat til okkar núna á eftir en hún kom til baka frá Íslandi í gær. Verður gaman að hitta hana ... samt er nú ekki nema 1.5 vika síðan að ég sá hana síðast. Þannig að það verður 4 sure setið og spjallað um allt og ekkert.
Jæja kæru vinir .... læt þetta duga að sinni .... ætla að njóta dagsins í dag og fara hlusta á tónleikadiskinn með James og Carole sem að ég keypti í gær ... það er síðan að þau voru að spila saman árið 2007. Á sko eftir að falla mörg hamingju tár þegar að ég mun hlusta á þennan disk.
1 ummæli:
Hæ hæ skvísa!!
Ég rambaði inn á þetta blogg hjá þér, sem er frábært að lesa. Maður er að kafna úr öfund þegar þú minnist á matarbúðirnar...um:) Njótið þess bara að vera þarna.
Bið að heilsa Kollu:)
kv Katla
Skrifa ummæli