föstudagur, 23. júlí 2010

Barátta ...

já í gær og í dag er búin að vera stanslaus barátta við neikvæðar hugsanir og ég er að pína mig til að borða.

Er samt búin að fara út með Lúnu í 1 göngutúr og svo fórum við útí garð í morgun. En ég er að berjast .... áður fyrr hefði ég farið og keypt mér fullan poka af óhollustu en núna er orðin breyting. Matarlystin er engin.

Veit eiginlega ekki hvenær þetta gerðist en eftir að ég fór að vinna í mínum málum þá fór ég að breyast smátt saman .... núna er ég ekki að borða þegar að mér líður illa heldur að berjast við að lifa. Skrítið.

Adda Steina fór í heimsókn til tengdó í dag og er ég mjög fegin því að ég finn að ég er rosalega brothætt. Treysti mér illa í hluti og væri undir sæng sofandi ef ekki væri fyrir Lúnu mína.

Ég skil ekkert í því hvað er eiginlega að mér .... ég er orðin þreytt á að höndla ekki að takast á við þessar sveiflur mínar. Vonandi þá er hjálpin rétt handan við hornið. Er að fara til læknisins á mánudaginn og í tíma 2 hjá sálfræðinginum. Vona svo sannarlega að hlutirnir fari að breytast mér í hag. Á dögum eins og þessum þá þarf ég svo á því að halda.

Jæja læt þetta duga að sinni ... varð að koma þessu niður á blað .... hugur minn er tættur og ég ræð ekki neitt við neitt.

Engin ummæli: