fimmtudagur, 22. júlí 2010

Rólegur dagur

Farin að verða ansi heimilisleg :o)

Dagurinn í dag var frekar erfiður en það bjargaði mér að Adda Steina fór í heimsókn til Lindu og Helga. Ég fór líka á fund hjá henni Björg hjá Virk. Loksins finnst mér eithvað vera stefna í rétta átt.

Það er samt smá kvíði í mér fyrir frammhaldinu ... finn að ég er orðin svo langþreytt á þessu ástandi á mér.

Adda Steina er að fara heimsækja tengdó á morgun þannig að ég ætla að nota morgundaginn í hleðslu og göngutúr með Lúnu. Við erum nú samt búin að taka 2 göngutúra í dag. Ótrúlegt ég hefði sko verið undir kodda ef ekki fyrir Lúnu.

Kveðja ... frá einni sem líður mun betur en í morgun. Morgundagurinn verður svo ennnú betri.

Engin ummæli: