laugardagur, 24. júlí 2010

Dagur 4 í niðursveiflunni

Gærdagurinn reyndist mér mjög erfiður. Ég var í lagi hluta af deginum og svo þyrmdi yfir mig eftir hádegi gerði það eina sem að ég kann til að stoppa þessar erfiðu hugsanir .... tók kvíðatöflu og svefntöflur og beið svo grátandi uppí rúmi eftir að róin og værðin kæmi yfir mig. Lúna mín lá hjá mér og er bara búin að vera ótrúleg síðustu daga.

Pabbi kom að mér í þessu ástandi og held ég að honum hafi brugði mjög ... í það minnsta hringdi hann í Sissó og lét hann vita af mér en ég var þá búin að láta Sissó vita af mér. Það er svo erfitt þegar að ég fer þetta djúft. Ég var komin með þær hugsanir að það væri best fyrir Lúnu að fara heim aftur þarsem að ég hefði ekkert að bjóða henni ..... og svo héldu þessar neikvæðu hugsanir áfram að herja á mig.
 Mér leið eins og ég væri gangandi tímasprengja ! Fannst veikindin mín vera komin á annað stig og að ég ætti langt í land með að ná bata.

Ég er búin að vera að hugsa um greininguna sem að sálfræðingurinn heldur að sé sú rétta á mér. Hún heitir Geðhvörf/ geðhvarfasýki. Ég hef verið að lesa um þetta á netinu og er búin að finna 2 góða greinar um þessa veiki : http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=603555 og svo http://www.ham.is/Gedhvorf.pdf . Því meira sem að ég hugsa um þetta því meira finnst mér þetta passa við mig. Í seinni greininni er sérstaklega talaðu um þunglyndislyfið fluoxitín en það er einmitt lyfið sem að ég hef verið á í langan tíma. Sjá hér tilvitnun "Hann segir einnig að það geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef sjúklingum, sem hafa verið ranglega greindir með þunglyndi án oflætiskasta, er gefið lyfið flúoxetín, betur þekkt sem Prozac". Þannig að ég sé framm á breytingar á lyfjunum hjá mér.
En því meira sem að ég les því meira samsvara ég mér til þessara einkenna. Vonandi er komið að ákveðnum vendipunkti í þessum veikindum mínum því að ég finn að ég er orðin ansi langþreytt og orkulaus.
Hafdís sem er í tilfinningalegum rússibana þessa dagana.

Engin ummæli: