Já nú eru breytingar frammundan .....
Fór á bráðadeild Lsh í dag þarsem að við vorum send af heimilislækni og sálfræðinginum. Ástæða ... breytingar á lyfjunum sem ég er að taka. Niðurstaðan er sú að það er verið að breyta um alfarið lyf hjá mér.
Síðasta vika er búin að vera vægast sagt ömurleg .... fór í mitt dýpsta kast framm að þessu á síðasta föstudag. Síðan er búið að taka mikið á mig bæði læknaheimsóknin á mánudag og sálfræðistíminn á miðvikurdag. Ég hef bókstaflega ekki höndlað neitt ... og hef sofið lágmark 12 klt á sólarhring. Semsé það hefur lítið sést til mín og Lúnu. En ég hef þó farið með hana að lágmarki 1 göngurtúr á dag. Sem er eithvað sem að ég hefði aldrei gert í mínum köstum framm að þessu sem að mér finnst í raun yndislegt því að Lúna er eins og hugur minn þá daga sem að dagformið er gott fylgir hún mér um allt en þá daga sem að ég sef meira og minna er Lúna ætíð til staðar. Hún passar mikið uppá mig. Reyndar á föstudaginn þá fór ég það langt niður að ég vildi að við myndum láta Lúnu frá okkur þarsem að mér fannst ég ekkert hafa að bjóða. Sem betur fer hlustar Sissó minn ekki altaf á mig. Því að hún er orðin mjög mikilvæg í mínu lífi.
Frammundan er verslunarmannahelgi .... Jófí er að keppa á unglingalandsmóti og fær Adda Steina að fara með þeim á morgun. Þá er Jófí að keppa og svo er setning mótsins seinni partinn. Hún er mjög spennt fyrir þessu ætlar sko að fara æfa fimleika í vetur. Svo er á planinu að við kíkjum í nesið líklega á laugardaginn í það minnsta því að þá ætlum við að hitta Hafrúnu sem er að koma frá Þýskalandi. Ég vona því að dagarnir sem eru frammundan verði mér betri en þeir sem á undan eru gengnir.
Nú er það einn dagur í einu og að læra aukna þolinmæði ..... Kv. Hafdís
1 ummæli:
Gangi þér vel elsku Hafdís mín í þessari baráttu og takk fyrir að deila með okkur hugsanir þinar .. það er sko meira en hugrekki .. fjallið er kannski hátt enn þú átt eftir að klífa það vinan og mig langar að benda þér á eina konu sem er með okkur í Herbalife sem gekk í gegnum eitthvað svipað ,enn enginn er eins og fær þennan fj eins ... hun heitir Jonna , fyrrverandi konan hans Jóns Páls kraftakalls ... ég held að hún sé með söguna sína að einhverju leiti á heilsufrettir.is . ég get komist það því fyrir þig hvar hún er með söguna ef þú vilt . Hún er í einhverjum stuðningshóp og kom sér út úr þessu að mestu leiti með hjálp herbalife ... Bestu bata og baráttu kveður frá okkur í Bergen Hafdís mín ... skilaðu kv til Sissó .
Skrifa ummæli