Lúna stóð sig þrusuvel .. hjólaði meðfram hjólinu eins og hún hefði ekkert annað gert. Akkúrat núna er hún algerlega búin á því hérna í sófanum hjá mér.
Ég finn að einveran er mér best meðan að ég er í þessu ástandi ... á voðalega erfitt með að vera í kringum fólk. Lúna hinsvegar er sú sem er að ná að draga mig út. Og er ég henni þakklát því að annars færi ég ekkert.
Ég er farin að halda að þetta ástand á mér muni vara þartil í næstu viku. Á mánudaginn er ég að fara til læknisins og svo til sálfræðingsins á þriðjudaginn. Venjulega þegar að eithvað svona er frammundan hjá mér byrja ég að spennast upp ca. degi á undan. Þetta er eithvað sem að ég ræð rosalega illa við. Þessvegna er ég hrædd um að þetta ástand á mér muni vara áfram.
Addan mín er hinsvegar á ákveðnu skeiði þessa dagana .... hún vill ekki fara á róló og vill helst hanga í faldinum á mér. Þannig að ég er í mjög erfiðri aðstöðu. Veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að tækla næstu viku. Rólóinn var allveg að redda mér fyrripartinn í síðustu viku en hún er mjög ákveðin að þangað ætlar hún ekki að fara aftur. Hvaðan hefur barnið þessa þrjósku ?
Jæja læt þetta duga að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli