Já í dag var sannkölluð gleðistund á bænum því að í fjölskylduna okkar bættist við hún Lúna sem er af tegundinni Dverg Schnauzer og er frá henni Líney sem er með http://kolskeggs.is/ ræktunina. Við gerðum við hana Fóðrunarsamning sem felst í því að hún á hana og á rétt á að fá 2 got og rétt til að sýna hana á hundasýningum. En við fáum hana til eignar eftir ákveðinn tíma. Þetta er búið að blunda í mér í langan tíma að eignast hund en þarsem að ég er með hundaofnæmi þá hef ég gert mér grein fyrir því að það gæti orðið erfitt svo erum við í okkar fjölskyldu ekki "hundafjölskylda". Það hafa alltaf verið kettir á okkar heimili og hefur þótt full mikið ábyrgð að fá sér hund. En í veikindum mínum hefur þessi löngun mín aukist og hef ég verið að láta mig dreyma. Svo þegar að Anna María fékk sér hund af þessari tegund fyrir nokkrum mánuðum síðan að þá áttaði ég mig á því að ég gæti kannski látið draum minn rætast en þarsem að þessir hundar eru mjög dýrir að þá áttaði ég mig á því að þetta væri bara fjarlægður draumur.
En eins og ég segi í veikindum mínum undanfarnar vikur og mánuði hef ég áttað mig á því hvað lífið er brothætt og dýrmætt. Mér hefur alltaf fundist vanta eithvað í fjölskylduna okkar ... Sissó langaði í annað kríli en í mínum huga er það alveg útrætt mál ... þarsem að Addan mín er "handsful" fyrir mig og veikindi mín eru náttúrulega ekki til að hjálpa til. Á síðustu meðgöngu hætti ég mjög snemma að vinna vegna blóðþrýstingsins og svo fékk ég meðgöngusykursýki þegar að ég var komin ca. 23-24 vikur. Þannig að þetta er eithvað sem að mér finnst ekki koma til greina. En mér hefur fundið Öddu Steinu vanta eithvað og ég byrjaði að nefna þessa löngun mína við Sissó fyrir nokkum vikum eða mánuðum en hann hefur aldrei tekið mig alvarlega hvað þá að hundur geti komið í stað félaga fyrir Öddu Steinu. Svo vegna minna veikinda þá hefur þetta verið mjög alvarleg spurning um það hvort að ég væri í raun einhver manneskja til að bæta á mig hundi þarsem að suma daga hönda ég varla sjálfa mig né aðra.
En draumurinn minn blundaði alltaf og fór aldrei ... ég hafði trú á því að þetta yrði það sem myndi fá mig til að langa út .... ég hefði tilgang með því að fara út og svo náttúrulega það sem er kosturinn við þetta að það er útiveran og gleðin sem fylgir því að eiga svona gullmola.
Einhvernmegin hef ég ekki náð að koma mér í þetta ástand að langa yfir höfuð neitt ...... Ég er var búin að missa áhugann á meira og minna öllu .... og útivera var eithvað sem að ég hafði mig ekki í. Ég hef jú farið og slegið garðinn og dundað mér aðeins þá sérstaklega eftir að ég fékk kvíðatöflurnar. Þá breyttist líf mitt til muna því að þá gat ég hugsað mér að gera yfirhöfuð eithvað. Skrítið hvað hugurinn getur verið skrítið fyrirbæri. En allavegana þessa klukkutímana sem að Lúna hefur verið hef ég fundið hamingju í huga mér og staðfestingu á því hversu rétt þessi ákvörðun var. Ég er búin að fara 3 sinnum út í göngutúr í dag ... við komum samt ekki heim fyrr en um 16.30. Adda Steina sofnaði alein í rúminu sínu með Lúnu í búrinu við hliðina á sér ( kom reyndar uppí um 3 ! þá var ég búin að ná að sofa í ca. 2 klt.), Sissó er algerlega heillaður af henni .... og fór að sjóða lifrapylsu handa henni strax og við komum heim. Kettirnir eru ótrúlega góðir ... miða við ..... Bonní er búin að halda sig til hlés .... en fylgjast með ... Snúlli og Lúna mættust á miðri leið og þarsem að Lúna vissi ekki hvaða fyrirbæri þetta væri þá rak hún hann náttúrulega í burtu og Snúllinn minn þau út og var meira og minna í glugganum tilbúinn að hlaupa út. En hinsvegar fór hann með okkur í 1 göngutúr sem segir mér það að þetta muni allt saman verða í lagi. En það voru skilmálarnir okkar Sissó til að þetta myndi ganga upp að Lúna og kisurnar yrðu sáttar. Þannig að með gleði í hjarta get ég sagt að fyrsti dagurinn fór framar mínum væntingum.
Nú sit ég andvaka þarsem að ég fékk minningarbrot uppí hugann um fortíðina sem að ég varð að koma á blað og Bonní mín situr á stólarminum eins og venjulega.
Þetta þýðir náttúrulega að morgundagurinn mun reynast mér erfiður en það er sko alveg þess virði því að gleðin í hjartanu er sterkari en þreyta og niðursveifla. Ég veit það og skal sanna það.
Hafdís sem er orðin móðir 2 barna, 2 katta og 1 hunds :o) Sjá mynd hér fyrir neðan mér með skottin mín
1 ummæli:
Dásamlegt, bara hreint út sagt dásamlegt :)
Skrifa ummæli