Já síðustu dagar hafa verið erfiðir ... finn að kvefið er að draga úr mér og hef ég þurft að leggja mig báða dagana. En samt sofnað mjög snemma bæði kvöldin. Ég verð nefnilega að passa mig að fara ekki yfir strikið því að þá er það ávísun á niðursveiflu hjá mér.
Svavar Örn hans Sigga er búinn að fá að gista hjá okkur Öddu Steinu og finnst Öddu Steinu það mjög spennandi. Gaman að fá svona félagsskap.
Nú í morgun var ég vöknuð klukkan 7 enda steinlá ég fyrir 8 í gærkveldi. Adda Steina náði hinsvegar að sofa til klukkan 8. Skelltum við mæðgur okkur í morgungöngu og röltum niður að Bíóhöll og löbbuðum niður í fjöruna þar fyrir neðan. Lambhúsasund. Það er búið að útbúa stiga niður í fjöruna þarsem að stórgrýtt er þarna en fjaran er æðislegt. Adda Steina og Lúna tóku sprettinn saman og naut ég þess að fylgjast með þeim.
Það er ótrúlegt hvað líf mitt hefur mikið breytst síðan að Lúna kom .... mér finnst Adda Steina hafa breyst heil ósköp hún er sko farin að finna til mikillar ábyrgðar og síðustu 3 skipti sem að hún hefur farið með mér í göngu með Lúnu þá hefur hún heimtað að fá að hreinsa hundaskítinn. Hún tekur þetta sko mjög alvarlega. Þannig að það hefur hjálpað mér helling að fást við Öddu Steinu því að hún hefur verið svo erfið. Svo erum við að lágmarki að fara út í göngu 3 sinnum á dag. En ég finn að andlega er ennþá að koma yfir mig lægðir en ég er að ná að vinna á þeim aðeins öðruvísi en áður. Er farin að höndla þetta betur. Sest núna útí garð með mps og hlusta á slökun eða svo hef ég líka lagst á trambólínið með Lúnu. Áður var þetta ávísun á að ég myndi skríða undir sæng með kodda yfir haus bara til að róa mig niður.
Á morgun er ég að fara hitta sálfræðing sem að ég er að fara til á vegum Virk. Mér líst mjög vel á það og hlakkar meirað segja til. Er að átta mig á því að ég er byrjuð í bata ... ég til dæmis er farin að geta sagt við fólk að ég sé að takast á við veikindi og sé búin að vera mjög slæm að undanförnu. Bara fyrir ykkur til að gera ykkur grein fyrir við hverja niðursveiflu sem að ég fór í þá var ég að hugsa um að láta mig hverfa ( fannst ég vera svo mikil byrgði og mér fannst líf mitt einskis virði ) .... svo við hverja niðursveifluna þá fór ég dýpra og dýpra ... nú síðast var ég farin að plana hvernig útförin mín ætti að vera og farin að semja bréf til Sissó og stelpnanna. Ég verð að viðurkenna að ég var orðin svoldið hrædd hvað gerðist við næstu djúpu niðursveiflu. Sem betur fer hafa sveiflurnar ekki verið svona djúpar eftir að ég kom heim. En ég þarf að passa mig rosalega mikið.
Vona að ég sé ekki of opinská en mér finnst hjálpa mér helling að blogga þetta frá mér ... ég er líka með bók sem að ég skrifa í og það er að hjálpa mér helling.
Jæja þá ætla ég að láta þetta gott heita þarsem að ég þarf að fara sinna börnum.
Kveðja Hafdís sem finnst hún loksins farin að sjá til lands.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli