fimmtudagur, 8. júlí 2010

Skrítin tilfinning

Jæja þá er ég búin að eyða 2 nætum í Hjallakoti ein með sjálfri mér .... það var mjög skrítið en ég þurfti samt á því að halda. Finnst eins og öll orka mín sé búin og ég var ekki alveg tilbúin að fara innan um fólk alveg strax. Veðrið var ótrúlega skítlegt ... enda eyddi ég tímanum við lestur, hekla dúllur og að skrifa hugsanir mínar. Enda er þetta ótrúlega gott ... bara ég ein í rafmagnsleysinu og rás 2. Það er sembetur fer komið klósett og kalt vatn í bústaðin. Ég er nefnilega frekar dekruð þegar að þessu kemur. Finnst Wc lágmark.
Það var mjög skrítin tilfinning sem kom yfir mig vitandi að ég væri að fara yfirgefa Hjallakot. Ég fékk algert kast og höndlaði ekki neitt .... en ótrúlegt hvað þessar töflur eru að bjarga mér á hverjum einasta degi. Náði að pakka og nokkurnvegin að vera komin í stand þegar að Helga Rós kom. En það var ansi stutt í grátur. Nú er frammundan brjálaðir dagar hjá Sissó mínum en mitt plan er einfaldlega að halda dampi. Er búin að taka ákvörðun um að fara ekki í veisluna enda er ég engar vegin að höndla að vera innan um svona mikið að fólki sem að ég þekki ekki. Býð mig hinsvegar framm sem pössunarpíu og sé framm á að eiga notalegt kvöld með frændsystkinum. Verð að viðurkenna að ég er mjög sátt við sjálfa mig að vera búin að taka þessa ákvörðun. Því að ef að ég hefði fengið að ráða þá hefði ég ekki farið vestur því að ég finn að þessar ferðir eru búnar að taka alltof mikið af mínu þreki og er andlega hliðin orðin mjög veik fyrir. En það er nú þannig að þegar að maður á mann og börn þá verður maður stundum að láta kylfu ráða kasti.

En mikið ósköp verð ég fegin að koma heim í hversdagsleikann .... Sissó á eftir 1 viku í sumarfríi og Adda Steina er búin með 1 viku af sínu sumarfríi. Þannig að það verður gaman að sjá hvernig okkur mæðgum á eftir að ganga hið daglega líf.

Er mikið upptekin af því að hugsa um framtíðinni .... þarsem að síðustu 9 mánuðir hafa verið mér alger martröð þá hef ég verið að hugsa hvort að það sé ekki að koma að þessum tímapunkti hjá mér þarsem að það verður alger viðsnúningur. Ég er farin að þrá að lifa eðlilegu lífi með öllu sem því tilheyrir. Núna er ég eins og sprengja sem getur sprungið hvenær sem er ..... þannig að ég er tiplandi á tánum að reyna að kortleggja hvað það er sem að fær mig til að fara yfir strikið. Er búin að komast að því að of mikil þreyta andlega og líkamleg er ávísun á ansi djúpa niðursveiflu. Einnig ef að eithvað kemur óvænt uppá sem að fær mikið á mig .... þá hryn ég niður á nóinu. Svo eru bara þessir pínkí oggulitlu hlutir sem að geta breytt ótrúlega miklu ... bara það að dagurinn gangi snuðrulaus fyrir sig.
Dæmi um hvernig ég hef algerlega brotnað :
Fór í hraðbanka einn daginn til að taka út pening tók kortið og kvittunina og fór svo í burtu !!!! Þetta var nota bene áður en ég hætti að vinna og ég átti nokkur svona móment.
Þvottavélin okkar var meira og minna biluð í 2 mán .... ég fór með þvott á milli húsa í fyrstu var þetta hræðilegt ... en ég lærði að lifa með því. Og nú er ég bara alsæl með mína 22 ára AEG vél sem er þó í gjörgæslu sökum aldurs !
Ég og minn elskulegi bíll eigum í svona lov & hate sambandi suma daga. Skrapp í Rvk. um daginn og fór eithvað óvarlega niður af kannti. Daginn eftir ætlaði mín svo að skella sér í bókasafnið og búð ... dreg ég þá ekki eithvað drasl .... eftir götunni. Þarmeð var bílnum lagt. Og minn elskulegasti kippti þessu í lag þegar að heim kom. Skil stundum ekki þessa þolinmæði hans gagnvart mér ... maðurinn hlýtur að elska mig er barasta alltaf að komast að því meira og meira.
Eigum við að ræða meira ... ég á endalaus moment sem að engin nema ég hef náð að gera !
En það væri gaman að halda þeim á blaði svona rétt til að getað hlegið að sjálfum sér svona seinna meir. Þó að húmorinn sé kannski ekki alveg fyrir því þegar á því stendur.
Akkúrat núna ætti ég að vera steinsofandi ... en fyrir einhverjar sakir hef ég verið andvaka síðustu 4 klt. eða svo... ég sem tók 2 svefntöflur sem áttu að kíla mig í svefn til að komast fyrir kastið í dag. En nei það er eithvað annað í loftinu 4 sure. Vona bara að ég nái góðum morgundag.

Jæja over & out..... Kv. Hafdís

Engin ummæli: