Já það verður að segja að helgin er búin að vera nokkuð góð en engu að síður er ég rosalega þreytt eftir hana. Ég fór í fjölskyldugrillið á föstudeginum sem var rosalega gaman. En ég var úrvinda eftir það kvöld.
Fríða kom e.h. á laugardag og kíktum við aðeins uppá íþróttasvæði þarsem að m.a. var markaður og tívolí fyrir krakka. Við röltum í gegn og fannst mér hálf skrítið að vera barnlaus þarna. En engu að síður var það ágætt þarsem að ég hefi ekki höndlað að stoppa mjög lengi þarna. Lætin voru bara einfaldlega of mikil. Þegar að heim kom þá lagði ég mig enda enn þreytt eftir kvöldið á undan. Fríða hinsvegar fór í Rvk. þar sem að hún var að vinna. Planið var svo að við myndum hittast síðar um kvöldið með henni Ernu vinkonu okkar. Ég hinsvegar tók það rólega og náði meirað segja að horfa á þátt nr. 2 í True blood seríu nr. 3. Þvílík spenna.
Rétt fyrir miðnætti kom svo Fríða á Skagann og drifum við okkur til hennar Ernu. Ég ætlaði að reyna aðeins að hressa mig við og fékk mér öllara ... en ég er og verð víst aldrei mikill drykkjumaður drakk hálfa úr 2 dósum og gat ómöglega fengið mér meira. En stundin með stelpunum var sko ómetanleg.... og mun skemmtilegri en þessi stund sem að við fórum út. Við kíktum á Kaupfélagið og þarsem að við vorum svo seint á ferðinni var fólk orðið frekar fullt og gólfin eins og stikkí límborði ... ég var bara ekki að fíla þetta. Við röltum svo niður á bryggju til að ath. með Lopapeysuna og þarsem að það var bara 45 mín. eftir af ballinu og þeir ætluðu að rukka 3000 kr. inn þá drógum við Erna okkur í hlé en okkur áskotnaðist 1 miða og skellti Fríða sér inn enda þekkti hún fólk sem að var á ballinu. Held að við Erna höfum báðar verið jafn fegnar að komast heim. Þetta er bara ekki fyrir mig að vera innan um mikið að fólki hvað þá drukknu fólki.
En allavegana ... eftir fjölskyldufund í dag var ákveðið að Sissó færi í fyrramálið en við stelpurnar förum eithvað seinna. Verð að viðurkenna að mér hlakkar bara til að vera ein í Hjallakoti .... horfa út á sjóinn og finna kyrrðina umlykja mig. Að sjálfsögðu tek ég með mér prjóna og leita að prjónaeirðinni og róinni í sjálfri mér. Er svona aðeins að finna hana eftir síðustu viku. Byrjaði í gærkveldi að hekla dúllur þannig að hver veit hvað verður úr því ... planið er allavegana að nýta aðeins upp afganga. En nóg verður tekið af garni það er sko 4 sure.
Jæja kæru vinir ... þá læt ég staðarnumið að sinni .... hlakka til að komast í einveruna og rólegheitin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli