Í gær var fjölskyldugrill til heiður Þóru og fjölsk. sem búa í Danmörku en eru í heimsókn hérna á frónni. Það var yndislegt að hitta alla .... ótrúlegt en satt þá náði ég að endast ótrúlega lengi miðavið hvernig vikan hjá mér var.
Kolla ég var að sýna nýju flottu kippuna hennar Helgu Rósar :o)
Í dag kom svo Fríða og við skruppum aðeins svona til að sýna okkur og sjá aðra. Planið er svo að hittast í kvöld með Ernu. Það er sko langt síðan að við höfum hittst svona til að chatta.
Svo er planið að fara á Ísó á mánudaginn og vera þar í viku.
Ég verð að viðurkenna að ég er orðin mjög þreytt á þessu flandri því að ég hef tekið niðursveiflu nánast vikulega núna og ég er orðin langþreytt á að ná ekki jafnvægi. En það er þetta með þolinmæðina sko ... Maður þarf víst líka að umgangast fólk .... og það er ekki alveg mín sterka hlið þessa dagana.
Vikuna eftir að við komum frá Ísafirði þá erum við að fara í heimsókn í Garðabæinn ... sem að mér hlakkar rosalega mikið til að fara í. Ég segi ykkur betur frá því þegar að við erum búin að fara hvað er verið að pukrast með.
Jæja nú er smá chill .... hjá kellu :o)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli