sunnudagur, 1. ágúst 2010

Ákvörðun ....

Já ég tók meðvitaða ákvörðun í gær....eftir að hafa legið andvaka í nokkra tíma vegna þessara kippa! Enda samkvæmt lyfjabók þá á maður að hætta að taka lyfið ef að maður finnur fyrir þessum aukaverk.

Hættu strax töku lyfs : Krampar. Sjá hér : http://www.lyfjabokin.is/Lyf/Seroquel/

Er búin að vera að kryfja síðustu 3 kvöld sem að ég hef tekið þessar töflur inn .... fyrsta kvöldið skyldi ég ekkert í því afhverju mér leið svona skringilega tók það af sjálfsögðu á mig þarsem að þetta var búinn að vera ansi skrítinn dagur , 2 kvöldið var ég komin í góða slökun og alveg að sofna þegar að þessir kippir byrjuðu. Náði mér seint og illa niður og var úrvinda þegar að ég vaknaði um morguninn. Í gærkveldi var ég alveg að sofna þegar að þessir kippir byrjuðu. Var andvaka í nokkra tíma. Er samt ótrúlega hress núna eftir að ég er vöknuð.... enda búin að taka þá ákvörðun að hætta að taka þessar töflur.

Í dag er ætlunin að fara á UMFÍ mótið í Borgarnesi en hún Jófí er að keppa í Kringlu og Glímu. Þannig að það ætti að verða fjör.

Fór með Lúnu með mér í gær og það gekk rosalega vel. Hún er eins og hugur minn þessi elska.

Kv. Hafdís

Engin ummæli: