Ég fór og hitti sálfræðinginn í gær og líst mjög vel á hana ..... ég hef þá trú að hún muni hjálpa mér í gegnum þetta. Reyndar hallast hún að því að greiningin á mér sé ekki rétt þannig að vonandi þá mun einhverjar breytingar verða hjá mér í áframhaldinu.
Það ótrúlegasta gerðist ... ég sendi henni sms þarsem að ég hafti sagt henni frá blogginu mínu en sagði henni einhverja kolvitlausan slóð. Sagði einnig að ég hefði hrunið niður þegar að heim kom. Við áttum gott spjall og er ró yfir mér þarsem að hún sagði að hún myndi koma mér yfir þetta. Þannig að nú held ég í það ... að ég sé loksins komin á réttan stað þarsem að ég fæ þá hjálp sem að ég þarf. Líklega þarf að breyta lyfjunum hjá mér í áframhaldinu. En þetta kemur allt í ljós.
Í gær fór ég og heimsótti Önnu Maríu og fjölskyldu. Hún á tík sem er systir hennar Lúnu okkar. Það gekk svona glimrandi vel hjá þeim systrum. Næst ætla ég að fara með Öddu Steinu með og stoppa lengur.
Dugnaðarforkurinn hún María Rós
Einnig kíkti ég á Fríðu og áttu við langt spjall... sérstaklega um Ameríku en hún er að fara heimsækja Kollu og er ég á leiðinni í huganum með þeim.
Ég finn að þegar að ég verð döpur þá finnst mér rosalega gott að komast einhvert í burtu og vera með mps spilarann ... toppurinn er að hlusta á diskinn með James Taylor og Carole King. Mér finnst ég bara vera komin á tónleikana aftur. Tárin byrja að steyma og minningarnar bara koma .....
Jæja nú ætla ég að halda dampi í dag og reyna að koma í veg fyrir að ég fari lengra niður ... ég finn að ég bara má ekki við því ... ég er ekki ennþá búin að hlaða batterín eftir síðustu niðursveiflur.
Já lífið er ekki bara dans á rósum ... leiðin er þyrni stráð ..... og þetta virðist ætla að vera einn af þessum dögum sem að ég tiptóa á tánum.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli