Ég er búin að vera í þvílíku tiltektarkasti í dag .... búin að ryksuga stigaganginn og ryksuga alla íbúðina okkar. Tók svo nett Ajax á glerið ekki vandþörf á ... akkrúrat núna er ég algerlega búin á því. Enda tók sjúkraþjálfinn extra vel á mér ... það var föstudagur í honum sko :o) Það er svo yndisleg tilfinning að finna skrokkinn fara að taka við sér ... það eru að birtast vöðvar hist og hér.
Já það má segja það að þetta sé besti dagurinn minn í hálfan mánuð eða svo .. vona að þessi orka endist mér yfir helgina.
Litla krúttsprengjan mín kom gargandi inn með pabba sínum áðan ... og ég hugsaði nú hefur þurft að bora ! ( þau voru hjá tannsa ). Nei alls ekki allt í fínu þar en hann penslaði flúor á tennurnar hjá henni og það er svo ógeðslegt. Henni finnst það svo ógeðslegt. Æ... svona er lífið með skottinu mínu.
Núna nýt ég kyrrðarinnar þarsem að Addan mín fór til vinkonu sinnar en kemur þá ekki hann Sissó ... þannig að það verður engin kyrrð ... eða lítil :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli