Upphaflega átti þessi peysa að vera á Lúnu ... en hún var eithvað svo lítil þannig að ég setti hana til hliðar. Í gærkveldi tók ég mig til og kláraði hana .... hún er enn of lítil á Lúnu en hann Snúlli pósaði fyrir okkur í staðinn ...og var ekki ósáttur við það
Þarna var hann sofnaður þessi elska. Honum fannst þetta bara ansi notarlegt :o)
Í gær átti ég minn besta dag í nokkurn tíma. Ég fann þessa gömlu tilfinningu og myndi óska að allir dagar mínir væru svona. Kannski er þetta upphafið af byrjuninni hjá mér. Í það minnsta var orkan mín í algeru hámarki og ég naut þess að gera húsverkin og var með rúðupissbrúsann á lofti. Þyrfti svo sannarlega að fá svona aftur því að ég hef ekkert komið nálægt þrifum síðustu mán. Í það minnsta mál telja það á annarri hendi. Það er helst þvottahúsið ... mér finnst gott að fara þangað niður þegar að ég þarf time out frá öllu og öllum.
Það var svo yndislegt að horfa á Sissó í gær .... hann horfði á mig með aðdáunaraugum og það eitt gaf mér svo mikið. Ég veit að hann elskar mig en að sjá hann vera svona stolltan af konunni sinni ... það var yndislegt og ég var rosalega stollt af mér.
Hvað helgin ber í skauti sér veit ég ekki .... en í kvöld erum við búin að bjóða foreldrum mínum í mat og svo bökuðu Sissó og Adda Steina köku í gær og eiga eftir að setja krem á :o) það er semsé kaka í boði hjá Ásfjölskyldunni í dag.
Ein kúrumynd af stelpunum :o) fer vel um okkur eða hvað :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli