miðvikudagur, 25. ágúst 2010

veikindi ...

Já það er víst ekkert nýtt orð á blogginu hjá mér. Ég var ekki fyrr búin hjá tannsa að ég var komin með bullandi kvef og lagðist með hita. Helgin fór frammhjá mér í hálfgerðum móki verkjalyfja !

Var svo orðin þokkaleg á þriðjudaginn til að heimsækja geðlæknirinn í 1sta sinn. Það er svoldið öðruvísi að heimsækja hann miðavið sálfræðing .... við fórum yfir sögu mína og svo fór hann að útskýra fyrir mér mikilvægi þess að meta vel sjúkdómseinkenni þannig að vel myndi heppnast að setja mig á rétta lyfjameðferð. Hann setti mig í blóðprufu og mun kalla eftir öllum gögnum um mig. Við sjáum svo hvað verður í næsta tíma. En ég á að mæta aftur á miðvikudaginn. Hann jafnframt benti mér á að næstu vikur gætu orðið mér mjög erfiðar. Stundum heppnast vel þegar að verið er að finna lyf fyrir viðkomandi og stundum getur það tekið lengri tíma. Ég er einhvern vegin samt viss um að ég geti ekki átt frammundan verri tíma en þann sem að ég hef átt í sumar !

Í dag fór ég svo til sálfræðingsins. Það var mjög erfiður tími. Við fórum yfir 2 síðustu sveiflur hjá mér en ég fór mjög djúpt niður. Það er eins og þegar eru líkamlegir verkir hjá mér þá fer ég verst niður ... ég ræð ekkert við sálartetrið þá. En hef þó náð að ráða við tilfinningalega sveiflur ( 1 sinni ) hjá mér .... en það er eftir að ég byrjaði hjá sálfræðinginum. Við ræddum um þessa andartaks hugsun sem grípur mann þegar verst er "sjálfsmorð". En þegar að ég fer sem verst niður að þá er þetta hugsunin sem hangir yfir manni og oftar en ekki þá er eina ráðið sem ég kann í augnablikinu að taka svefntöflu og sofa yfir versta kaflann.
Hún spurði mig hvort að ég þekkti einhvern sem hefði misst ástvin svona en í mínu nánasta þá man ég ekki eftir því.

Ef að þið þekkið einhvern sem að væri tilbúin í að spjalla við mig um þetta þá yrði ég mjög þakklát ef að viðkomandi myndi treysta sér til að setjast niður með mér og ræða þessi mál. Allt svona gæti hjálpað manni til að takast á við tilfiningarnar sem bærast með manni þegar að maður sér ekkert útúr svartnættinu.

Akkúrat núna er svo bara að halda áfram á sömu braut ... sjúkraþjálfun, geðlæknir, sálfræðingur og svo þetta daglega líf. Eins og er hef ég mjög lítið þol fyrir áreiti daglega lífsins þannig að ég feta mjög fína línu til að halda mér góðri.

Í augnablikinu sé ég framm á áframhaldandi stöðu hjá mér .... sem þýðir bara 1 þolinmæði og mikið af henni.

Frammundan hjá okkur er afmæli Öddu Steinu , Sissó fer vestur til að kveðja hana Öddu okkar aðra helgi. En hún kvaddi líf sitt nú í vikunni. Það verður skrítið að fara í næstu vesturferð og engin Adda til að heimsækja. En Adda Steina okkar er skírð í höfuðið á henni ásamt Steinari vini Sissó sem lést ungur og svo konu sem ég þekkti á mínum yngir árum og var alltaf kölluð Adda. En við munum muna þessar góðu minningar sem að við áttum með henni.

Jæja nú læt ég þetta gott heita. Þarf að fara skríða aftur uppí. Fór algerlega búin á því að sofa kl. 15 í dag ... en þessir 2 dagar hafa verið mér mjög erfiðir. Þannig að morgundagurinn verður tekinn mjög rólega.
Á föstudaginn hefst svo sjúkraþjálfun og áframhaldandi þjálfun á líkama og sál.

Engin ummæli: