mánudagur, 2. ágúst 2010

Vá ef allir dagar væru svona

Vaknaði og líðanin var yndisleg .... mér leið eins og ég væri búin að sofa í heila eilífð .....en líklega var það samt bara um 5 klt.

Búin að fara með Lúnu í morgungöngu ... í þvottahúsið að hengja uppúr vél og taka af snúrunum ( ekki byrjuð að brjóta saman ennþá ) og nú er maður að blogga !

Í gær náði ég að vera á landsmótinu í Borgarnesi til rétt um 17 ..... ekki það ég var úrvinda þegar kl. var 15. (En ég ákvað að skella upp derhúfunni og sólgleraugunum og pína mig áfram. Finnst ágæt að fela mig bakvið húfu og gleraugu þegar að líðanin er ekki sem best. )


Þegar að ég kom í bílinn var ég algerlega búin á því og skellti í mér 1 appelsín í dós lítilli og leið aðeins betur. Þori ekki að nota orkudrykki veit ekki alveg hvernig ég yrði þá. Nota bene ég steinlá í 3klt þegar að heim var komið var úrvinda af sál og líkama. 

þessi var tekinn á laugardeginum

þessi á sunnudeginum þegar að líðanin var farin að daprast / ég er þarna við hliðina á Þórey m. hvíta derhúfu og sólgleraugu

Þarna er svo flotta frænka mín sem vann gull í glímu og kúlukasti og silfur í kringlu stelpna 15-16 ára. Frábær árangur hjá henni og ekkert smá gaman að hafa drifið sig og fylgst aðeins með.

En díses hvað ég var ótrúlega skapvond .....það er sennilega vegna svefnleysis ! Sissó minn á sko hrós skilið fyrir að afbera stelpuna þessa dagana. Því að þetta bitnar mest á honum.... og venjulega er þetta eithvað fáránlegt eins og
: Sissó ein spreybuna af rakspíra dugar - hann er stundum að kæfa mig
: Óteljandi skipti þegar að ég spyr hann hvort að hann hafi munað eftir t.d. myndavélinni ...ég er eins og svampur  þessa dagana
: Viltu muna eftir að snúa við sokkunum eftir að þú setur þá í óhreina taugið
: Aksturlagið hjá honum ... ég er í þvílíku spennukasti þegar að ég er ekki að keyra sjálf- er reyndar að æfa mig á að taka eftir einhverjum smáatriðum á leiðinni ... það virkaði í gær þangað til hann negli niður vegna næsta bíls á undan þá fékk Sissó augnaráð en ég hélt kj. Adda Steina fékk að fara með ma og pa þannig að þá var sá streytuvaldur út ( hún er sko hræðinleg í bíl 60 % af tímanum )
: Í gær vorum við að fara í göngutúr í hoppukastalana og hann ætlar að rífa af mér ólina af Lúnu en spyr jafnframt hvort að hann megi halda í hana : ég horfði á hann drápsaugum og spurði hann hvort að hann ætlaði að taka frá mér sjálfstraustið. Þarna var ég komin algerlega á tærnar á taugunum en þvílík tík sem ég var !
: það er pera á ganginum sem er að blikka en málið er að þetta er ekki venjuleg pera þannig að við þurfum að fara í spes búð að kaupa - fáránlegt I knó. Ég bað Sissó mjög fallega að vinsamlegast um að taka peruna úr því að þetta væri að fríka mig út ... blikkið og smellirnir ! Í morgun var helv... ljósið farið að blikka !!!! langaði að splasha það ... ( kann ekkert á þetta ljós annars væri ég búin að þessu sjálf ! )

Stundum finnst mér eins og Sissó eigi að geta lesið huga minn ....eins og þetta með Lúnu hvað hún er að skipta mig máli ...mér finnst stundum að ég gæti ekki gert hlutina án hennar. Eins og t.d. að fara á Landsmótið. Ég er enn að komast yfir þessa tilfinningu að vera að fara eithvert án erindis. Þannig að ég hef varla hreyft bílinn síðan að Lúna kom. Nú labba ég allt en ef að ég er að fara einhvert sem að ég má ekki taka Lúnu með þá fer ég á bílnum !!! Bilun I knó. Ég hef meirað segja staðið mig af því að hugsa að ég ætti að fá að fara með Lúnu með mér hvert sem er þarsem að hún er að bæta lífgæðin mín um heilan helling og mig langar ekkert að vera nota bílinn !

En í dag er ég staðráðin í að eiga góðan dag. Tók gömlu kvíðatöflurnar í gærkv. eftir að hafa talað við lækni á bráðamóttöku .... hún sagði mér bara að treysta sjálfan mig með þetta. Ég mun svo hafa samband við þá sem að ég hitti á fimmtudaginn og fara yfir þetta með henni. Allavegana var ég ekki á skjálftavaktinni í gærkveldi !

Ég setti skypið uppí gærkveldi og hitti á Kollu systir og fékk að sjá flotta eldhúsgluggann hennar LIVE ... svo ætlum við að hittast í dag kl. 16:30 þannig að vinsamlegast ekki trufla á þeim tíma.

Só far só good .... kv.... Hafdís sem er hress eftir morgungöngu i smá sudda

Engin ummæli: