þriðjudagur, 17. ágúst 2010

Upp eina tröppu ...niður tvær

Svona er líf mitt þessa dagana.

Er búin að taka 2 niðursveiflur síðan á föstudag. Er engan vegin að höndla síðustu viku ....

Er búin að vera með endalausa verki í "kjaftinum" eftir tanndráttinn ... það er enginn sýking heldur eru tennurnar ofurviðkvæmar með tilheyrandi verkjum. Er búin að vera taka verkjatöflur til að mér líði þokkanlega en þetta ætlar bara ekkert að fara.

Í gær var skipulagsdagur á leikskólanum og veit ég ekki hvar ég hefði endað ef að Helga Rós hefði ekki hjálpað mér með skottið .... ég er engar vegin að höndla hana nema í max 2 tíma. Þolið mitt er svo skert á öllum sviðum. Er engan vegin að höndla áreiti ... hvort sem að það er andlegt eða líkamlegt.

Sissó minn er búinn að vera á útopnu í dag að leita aðstoðar fyrir mig.
Hann hringdi uppá geðdeild ... það er búið að taka fyrir beiðnina um greiningarviðtalið fyrir og nú átti bara eftir að finna geðlæknir og koma mér að ! Það var ekkert hægt að segja um hvað það tæki langan tíma.
Hinsvegar var Sissó búinn að fá nöfn á nokkrum aðilum sem gætu aðstoðað okkur við leið að geðlækni.
Hann fann 1 sem að ég get farið og hitt á þriðjudaginn í næstu viku. Hann hringdi í mig áðan og átti við mig smá spjall. Hann virkar voðalega vinalegur ... sennilega komin vel yfir miðjan aldur. En nú þarf ég bara að bíða eftir þriðjudeginum.

Ég á að fara til sálfræðingsins á morgun .... ég var alveg búin að gefa það uppá bátinn að fara þarsem að ég er ekki með neina aukaorku þessa dagana. Er svo gersamlega búin á því. Að takast á við þessa verki endalaust er að fara með mig. Þannig að ég held að ferð til "borg óttans" og tími hjá henni myndi alveg fara með mig. Ég er ekki að höndla að fara niður í 0 líðan í 3 skiptið á sömu vikunni. Það er bara einfaldlega 2 much !!!

Ég er búin að vera reyna að finna eithvað jákvætt til að hugsa um en .... það er langt í það.

Er búin að vera að hugsa um afmælið hennar Öddu Steinu sem er eftir tæpan mánuð .... eins og staðan er í dag þá er ég ekki í neinu standi til að fá fólk hingað heim til mín. Við Sissó erum ekki alveg á sömu braut með þetta ... en við sjáum hvað setur. Það getur margt breyst á þessum tíma.

Jæja ég ætla að hætta þessu .... nú er tekinn 1 klt í einu .... og svo bara bíður maður eftir að tíminn líður.

Engin ummæli: