þriðjudagur, 31. ágúst 2010

Erfiðir tímar

Undanfarnir dagar hafa verið mér erfiðir .... ég fékk ekki nema 1 súper góðan dag og svo er ég bara búin að vera á hraðri niðurleið.

Ég upplifi svoldið að ég sé komin í svipuð spor og ég var í áður en ég fékk Lúnu. Áhugaleysið er algjört og líðanin almennt ekki góð.

Fór og hitti heimilislækninn minn í dag ... fékk endurnýjað vottorðið fyrir VR .... ég er víst langt frá því að vera á leiðinni í vinnu eins og staðan er í dag. Einnig bað ég hann um að kíkja á mig þarsem að ég er enn að kljást við þetta kvef mitt. En það er allavegana ekki á þannig stigi að það verður gripið inní. En á móti kemur að þegar að mér líður ekki vel líkamlega þá hrynur andlega líðaninn.

Á morgun er svo stór dagur .... er að fara í minn 2 tíma hjá geðlækninum og svo fer ég líka til sálfræðingsins eftir hádegi. Ég ákvað að taka þetta frekar á sama deginum heldur en á sitt hvorn þarsem að Rvk. ferðir eru ekki mitt uppáhald.

Semsé lítið að segja annað en .... ég tek einn dag í einu og þrauka

Engin ummæli: