fimmtudagur, 2. september 2010

Nýtt tímabil

Jæja nú er loksins komið að kaflaskilum í veikindum mínum.

Var hjá geðlækningum í gær og er semsagt greind með Geðhvarfasýki. Ég þarf að breyta lyfjunum ... hætta á þunglyndislyfjunum og taka inn 2 lyf sem eiga að hjálpa mér við að halda mér í jafnvægi. Jafnframmt þarf stöðugt að fylgjast með lyfjagjöfinni með blóðprufum.
Ég var sko með trilljón sp...  m.a. :
er þetta ættgengt eða gerist þetta ef að maður lendir í áfalli í lífinu .... þetta er semsé í ættum.
Einnig var ég að spá hvort að ég þyrfi að vera á lyfjum alltaf ... já það er víst svo.
Og maður þarf að taka lyfin alltaf á sama tíma ... mjög mikilvægt .... það þarf alltaf að vera eftirfylgni þarsem að of stór skammtur getur skemmt í manni lifrina og skjaldkirtilinn ... sá síðarnefni er nú ekki mikið mál þarsem að maður fær þá bara annað lyf til að laga það !
Ég verð víst að leggja áfengið alveg á hliðina því að þetta tvennt fer mjög illa saman. ( og ég sem var varla byrjuð eftir að hafa gengið með hana Ödduna mína sem er nú að verða 4 ára ).
Ég þarf að hafa mjög góða reglu á svefntíma, matmálsvenjum og hafa hlutina í föstum skorðum.

Ég gat farið frá því að vera algerlega rúmföst vegna vanlíðan í að langa rosalega mikið út á trambólín eða í göngutúr ( eftir miðnætti nóta bene ). Ég vissi aldrei hvernig morgundagurinn yrði. Ég er greind með Mixed state eða tvílyndi. En það er eitt af verstu tegundinni þarsem að aðilinn veit aldrei hvað á hann stendur veðrið. Já ég er búin að vera svoldið skrítin í svoldið mikinn tíma .... en verð að segja að ég hef alveg húmor fyrir því í dag .... en á meðan á þessu var þá var þetta vægast sagt ömurlegt. Ég er búin að vera á leiðinni yfir móðuna miklu oftar en ég get talið þetta árið ... þarsem að ég hafði þá sterku trú að ég væri byrgði fyrir alla og það myndi létta á öllum ef að ég væri ekki til staðar. En reyndar gætu þunglyndislyfin sem að ég var á haft eithvað með það að segja. Þetta árið er búið að prufa 3 tegundir af þunglyndislyfjum ... 2 kvíðalyf ..... 3 svefnlyf og svo hef ég náttúrulega þurft að taka mikið magn af verkjatöflum þarsem að ég hef verið mjög slæm í bakinu , hausnum og svo má lengi telja. Verð að segja að ég er ofsalega ánæg loksins að vera komin með eithvað svar .... og eithvað til að fókusa á. Reyndar þegar að ég las fylgiseðlana með lyfjunum sem að ég er að fara á þá varð ég hrædd og lá við að þetta væri einfaldlega of mikið fyrir mig. Það er svo margt sem þarf að fylgjast með ...  og er ekki æskilegt t.d. koffín, alkahól, öll bólgueyðandi lyf .... og svona mætti áfram telja. Ég má t.d. ekki fara í megrun nema að ráðfæra mig við lækni .... ef að ég fæ hita þá á ég að hætta að taka inn lyfið .... ég á að drekka mikið vatn og má alls ekki skera niður salt því að það er mjög nauðsynlegt að ég fái nóg salt. Loksins komin ástæða fyrir lakkrís aftur !!! :o)

En eitt vil ég segja ..... ég fór á bráðadeild LSH í feb. og aftur í lok júlí. Þá var ákveðið að setja mig í greiningu ... mér var sagt að haft yrði við mig samband. Sissó hringdi viku seinna. Þá var honum sagt að það væri búið að samþykkja þetta en þarsem að enn væri mikið um sumarfrí þá yrði einhver bið á að ég kæmist í þetta mat. Sembetur fer fór Sissó á fullt þarna og fann Geðlækni sem gat tekið mig inn strax. Í dag 4 vikum seinna hef ég ekki enn fengið símtal frá Geðdeildinni .... en er búin að fá greiningu og byrjuð á lyfjum. Í guðanna bænum ef að þið þekkið einhvern sem er að glíma við alvarlegan geðsjúkdóm .... þá held ég að Geðdeildin sé ekki fljótasta leiðin ... Í mínu tilviki brugðust þeir algerlega.
Við vorum í algeru spennufalli í gær yfir þessu. Léttirin að nú lægi leiðin bara uppá við .... og að kannski sæi maður loksins fyrir endan á þessur rugli öllu. Í gærkveldi var ég svo úrvinda að ég var komin uppí rúm kl. 20:30 en ætlaði aldrei að ná mér niður þarsem að ég þurfti að hugsa svo margt. Byrjaði að lesa bók sem heitir Lífsgleði njótti eftir Dale Carnegie og svo bækling sem að ég fékk á bókasafninu um geðhvörf. En að lokum sofnaði ég.

Í dag líður mér svoldið einkennilega ... ég er spennt .... svoldið líkamlega þreytt og finn að ég þarf að taka rólegan dag og passa mig. Ég þarf ennþá að vera í pollíönnuleiknum á meðan að verið er að finna réttan lyfjaskammt og meðan verið er að komast að því hvort að ég þoli lyfin. Núna er ég í 2 vikna fríi frá geðlækninum og sálfræðinginum þannig að vonandi verður þetta tími sem að ég get nýtt mér til að fræðast um sjúkdómin og njóta samvista með fjölskyldunni.

Skottið mitt á afmæli eftir 10 daga .... spenningurinn hjá henni er mikill .... ég er búin að vera mikið að spá í þetta hvernig þetta muni ganga hjá mér og hvort að þetta verði einn af góðu dögunum hjá mér. En nú er bara planið að þetta verði GÓÐUR dagur og ætla ég að láta Sissó um stússið á meðan að ég stússast með Öddunni minni. Núna verður hún sett í algeran forgang. Við bíðum spennt eftir að geta gefið henni afmælisgjöfina sem að við keyptum þegar að við vorum í Ameríku í sumar. Sú á eftir að verða yfir sig sæl.

Á morgun erum við svo að fara með Lúnu til Dýralæknis. Þetta er þessi árlega skoðun :o) sprauta og tékk. Addan mín er svo spennt yfir þessu.

Sissó minn fer hinsvegar vestur á Ísafjörð á morgun þarsem að verið er að fara jarða Ödduna okkar eldri. Það er ein besta kona sem að ég hef þekkt um ævina. Vildi að ég hefði getað umgengist hana meira. Ég hef þekkt fáar konur sem ná svona vel til mín. En við minnumst hennar þegar að við horfum á skottið okkar ... því að hún var skírð í höfuðið á henni. Ég verð með þeim í huganum en hefði svo mjög vilja fara. En eins og ástandið er á mér þá er þetta ekki eithvað sem að ég hefði geta gert. En ég mun svo sannarlega kíkja á hana þegar að ég fer vestur næst.

Jæja ég læt þetta duga að sinni. Er eiginlega bara úrvinda

Engin ummæli: