En í morgun fylgdum við Lúna Öddu á leikskólann og löbbuðum svo lengri leiðina heim ... mér leið ótrúlega vel ... held að það sér svoldið langt síðan að ég fann þessa tilfinningu síðast.
Skellti mér á fund með henni Björg hjá Virk og í heimsókn til stelpnanna í vinnunni. Tók með mér köku sem að Sissó og Adda Steina bökuðu í gær. Það var svo gaman að fara til þeirra. Er búin að vera á leiðinni í svoldin tíma ... var búin að ætla mér það í síðustu viku en sú vika var ekki góð hjá mér. En ég er ótrúlega stollt af mér að hafa drifið mig.
Planið er svo að grúska í að fá gamlar beiðni um sjúkraþjálfun þarsem að ég er með slit í baki þannig að það auðveldi þegar að ég fer í sjúkraþjálfunina. Og einnig að fá pappíra síðan að ég fór í greiningarviðtal í júlí á Kvíðameðferðamiðstöðinni. Þar var ég látin fylla út hellinga af pappírum og einhverja "próf" sem að ég myndi gjarnar vilja koma á sálfræðinginn sem að ég er hjá í dag. Því að mér finnst tíminn vera svo mikilvægur í mínu tilviki að ég vil reyna að koma öllum upplýsingum svo að þetta taki eins stuttan tíma eins og hægt er ..... ef að hægt er að orða það svona.
Í gær var ég full af orku til hádegis þá skyndilega slökknaði á mér ... eirðarleysið greip mig og ég réði ekki neitt við neitt .... byrjaði á að reyna að leggja mig ... hingað til hefur það virkað en ég reyndi örugglega að ná mér niður í 45 mín ...þá gafst ég upp og dreif mig í göngutúr með Lúnu. Veðrið var nákvæmlega eins og hugurinn minn var rigningarsuddi og frekar eithvað kuldalegt. En ég hefði ekki geta trúað hvað þetta virkaði. Ég labbaði örugglega í 45-60 mín .... minn stærsti göngutúr þessar vikurnar. Þegar heim var komið var ég orðin úrvinda og steinlá í 1 klt eða svo. Og mér leið svo miklu betur eftir það. Finnst að ég hafi uppgötvað eithvað merkilegt í gær ..... er alltaf að gera mér meira og meira grein fyrir hvað Lúna er að spila stórt hlutverk í líðan minni þessa dagana. Einnig er hún að bræða hjörtu þeirra sem að hitta hana.
Hérna er mynd af Hafrúnu sem var að koma frá Þýskalandi en hún rétt náði að hitta á okkur í Borgarnesi. Lúna steinsofnaði í fanginu á henni.
Semsé það er allt að gerast á þessu heimili þessa dagana.
Svo á morgun er tími í Rvk. hjá sálfræðingi þannig að það er allt að gerast hérna hjá mér.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli