Það eru ótrúlegustu hlutir búnir að vera að gerast á þessum bæ ..... þannig að ég ætla að deila því með ykkur ....
Ég var á leið með Lúnu til að sækja Öddu í leikskólann á mánudaginn þá er maður uppí stiga hérna í götunni og segir við mig " Ekki er Snúlli ánægður með þetta" . Ég vissi náttúrulega ekki hvað á mig stóð veðrið. En þá kemst það upp að þetta er fólk sem býr hérna skáhallt á móti mér og er Snúlli búin að velja þau sem fjölskyldu nr. 2. Þ.e.a.s. þegar að við vorum að ferðast í sumar þá gerði hann sig bara heimakomin og naut sín vel. Hann sagði reyndar að þau hefðu haft mjög gaman af honum því að hann væri svo skemmtilegur köttur. Þannig að þau hefðu sko ekkert haft á móti því. Og það sem meira er hann kemur alltaf reglulega í heimsókn ! Þau eiga reyndar 2 ketti sjálf en Snúllinn minn er nú fljótur að smjaðra þegar að kemur að kisum. Hann á aðalega kisuvini .... heldur þessi fínu kisupartý í garðinum hjá okkur.
Ég verð að viðurkenna að mér brá ekkert smá ... mamma og pabbi voru búin að koma og gefa honum að borða og fékk hana knús hjá þeim. Og alltaf ef að pabbi kom og var eithvað að bardúsa í garðinum þá mætti Snúlli. En þessir kettir þeir kunna að bjarga sér það er eitt sem víst er.
Annað á mánudaginn fór ég í búð og fékk faðmlag frá gömlum nágranna mínum .... ég varð mjög hissa en það fyrsta sem ég sagði við hana var. Já þú hefur semsé verið að lesa bloggið mitt. Og áttum við gott spjall.
Ég fékk einnig símtal frá góðum vini mínum sem að ég hef lítið verið í sambandi við vegna minna veikinda en hann hefur hringt í mig af og til. En þarna datt hann inná bloggið mitt og mátti til með að hringja í mig og láta mig vita að hann hefði verið að lesa það. Mér leið vel bara að hann viti að ég hætti ekki að hringja vegna einhverrar ástæðu heldur vegna þess að ég hef lokað á flest alla í kringum mig í þessum veikindum.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég blogga. Mér finnst mjög óþægilegt að fólk sem að þekkir mig viti ekki neitt og ég vil frekar koma hreint framm og viðurkenna mín veikindi. Þá lendi ég ekki í þessum óþægilegum spurningum þegar að ég hitti fólk. Sem að ég geri nú reyndar aðeins. Ég lít líka á þetta sem áfanga í mínum veikindum.
En ég fann fyrsta batamerkið mitt á mánudaginn ... er svoldið montin því að í mínum huga er þetta stórt skref. Ég var mjög þreytt eftir sunnudaginn ( fór á Landsmótið í Bgn ) og þolið gagnvart öðrum var mjög lítið. Ég var eirðarlaus og leið bara illa. Þannig að ég ætlaði eins og venjulega að fara uppí rúm og sofna, sjá hvort að hugurinn myndi ekki róast eins og ég er vön að gera í þessum aðstæðum framm að þessu. En nei .... ég lá örugglega í 30 - 45 mín. og ég var friðlaus á sálinni. Ákvað ég því að skella mér út með Lúnu í göngu .... það var sko rigningarsuddi og veðrið svona eins og ég sjálf. En þetta virkaði. Ég fór í gönguna þá lengstu sem að ég hef tekið framm að þessu .... varð úrvinda líkamlega en það virkaði. Ég kom heim og steinlá í 1 klt. og vaknaði eins og ný. Í mínum huga er þetta ein stærsta sönnun þess hvað Lúna er að gera fyrir mig. Hún er að ná mér út og hún er að gefa mér ómælda gleði. En ég verð að viðurkenna það að Lúna er orðin eins og hjálpartæki fyrir mig. Ég fer ekki út án hennar. Þá fer ég á bíl. Þannig að þetta er eithvað sem að ég þarf að vinna í þegar að mér líður betur andlega og líkamlega. En þangað til þá nota ég allt sem að hjálpar mér. Og ekki sakar það þegar að þetta heitir ekki pillur !!!!
Í gær fór ég í Rvk. Fór í göngutúr með Önnu Maríu vinkonu og Stjörnu sem er systir hennar Lúnu. Það var yndislegt .... þær eru svo frábærar saman. Svo fór ég og hitti hana Margréti sálfræðing. Þetta var svoldið erfiður tími þarsem að ég var að viðurkenna svona eitt og annað í minni hegðum þegar að mér líður sem verst. Þá skammast ég mín að ég skuli ekki hafa hemil á mér. En þegar að þolið hjá mér gagnvart áreiti er sem minnst þá umpólast ég í einhverja manneskju sem að ég hef enga stjórn á. En á góðum dögum eins og í gær þá viðurkenni ég algjörlega hvað þetta er fáránlegt og ég skil ekki þá sem að eru mér næstir að umbera mig. En svona er þetta .... maður verður að læra að takast á við þessi veikindi og vonandi tekst mér að minnka þessar sveiflur mínar.
Núna er dagur 5 að byrja sem að ég er búin að eiga sem eru búnir að vera góðir ... ég nýt mín algjörlega ... og það er svo margt sem að mig langar til að gera...... en ég er að reyna að sitja á mér því að ég veit ... að línan er mjög þunn milli þess að overdue it .... þannig að ég er að vinna í því að láta skynsemina ráða.
Kv. Hafdís sem að er nokkuð ánægð með sjálfan sig þessa dagana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli