fimmtudagur, 19. ágúst 2010

Gönguferð ...

Já við Lúna fórum í göngutúr við Akrafjallið í dag. Eins og sjá má var veðrið frábært. Við löbbuðum innað Pyttum eða innað girðingu. Ætli þetta hafi ekki verið ca. 45-60 mín. ganga. Verð að segja að ég er ótrúlega stollt af mér. Finn að líkamlega þrekið er að koma. En andlega er ég enn mjög óstöðug. En það kemur vonandi fljótlega :o)
Lúna að bíða eftir mér ... svoldið óþolinmóð sko
Nei þarna ætlaði hún sko ekki yfir :o)

Já er sátt við dagsverkið mitt í dag. Fór líka til tannsa fékk deyfingu í rótina ... það er einhver bólga en virðist ekki vera nein ígerð. Núna vona ég að þetta sé búið

Engin ummæli: