fimmtudagur, 19. ágúst 2010

Hvað er eiginlega að gerast !!!!

Já er það nema von að ég spyrji ?

Er að bíða eftir að fá símtal frá tannlækninum. Er að vona að ég komist að í dag þarsem að ég er að fríka út. Ég er búin að vera með stöðuga verki þarsem að jaxlinn var ... ég lagaðist aðeins eftir að allt opnaðist í gær ... þannig að líklega hefur einhver sýking verið byrjuð í þessu. En ég og tannlæknar eiga svo sannarlega ekki samleið þetta árið.

Ég tók gærdaginn alveg slakan ... bakaði reyndar hjónabandsælu og það sem mín fjölskylda var ánægð með mig. Mamma og Linda komu líka í kaffi. Þetta hefur varla gerst í ár og aldir ... eða allavegana í mjög langan tíma.

Ég er alltí einu að fatta að ágúst mánuður er að verða búinn. Ég skil ekki hvert tíminn fór. Ég er sjálfsagt búin að sofa 1/3 af árinu og eyða restina af tímanum í læknastúss eða í svona skrítið ástand.

Ég fór alltíeinu að hugsa um í gær ... kannski er þetta árið þarsem að allt dynur yfir mig .... er það ekki samkvæmt kínverskri speki eithvað svoleiðis. Þannig að nú ætla ég bara að hugsa þetta þannig. Ég ætla að klára þessi veikindi á þessu ári. Sem er kannski ekkert óraunhæft. Ég fer að hitta geðlækninn í næstu viku ... hann þarf einhvern tíma til að meta veikindin mín svo verð ég sett á lyf sem vonandi hjálpa mér. Þannig að nú er ég að reyna að vera raunsæ. Ég klára þetta.

Jæja best að fara koma skottinu á leikskólann.

Engin ummæli: