Já ég er ansi tæp akkúrat núna .....
er full af kvefi og svo er ég með eftirköst eftir tímann hjá sjúkraþjálfanum núna. Þannig að ég finn hvað er stutt í gömlu Hafdísi. Langar svo að geta farið í langan göngutúr ... og bara gert allt sem að mér langar í. En nú er það skynsemin ræður .... og ég þarf að læra að takast á við þetta þegar að aðstæður eru svona. Ég er nú samt búin að leggja mig 2 síðustu 2 daga og fara í rúmið kl. 9 og svaf til kl. 8 !!! Geri aðrir betur.
Annars hef ég átt ágætis daga framm að þessu .... er farin að finna ótrúlegan mun á mér ...þakka það þó aðalega göngutúrunum með Lúnu. Mig hlakkar ekkert smá til þegar að ég fer að venjast sjúkraþjálfuninni og líkaminn sömuleiðis.
Ég greip aðeins í prjóna í fyrrakvöld ... það er í fyrsta sinn síðan að ég var útí Ameríku hjá Kollu. Ég var búin að kaupa mér lopa til prjóna mér peysuna "Freyju".Þannig að ég ákvað að fara að láta á það reyna. Mig langar svo til að fara finna meiri eirð í mér. En það kemur vonandi fljótlega.
Adda Steina er alsæl eftir fyrstu vikuna í leikskólanum og móðirinn ennþá sælli. Þetta gefur mér góðan tíma fyrir sjálfan mig. Enda búið að vera annasöm vika hjá mér.
Næsta vika verður ekki síður busy .... ég fer 2 í sjúkraþjálfun og svo til sálfræðingsins 1 sinnu og svo á ég að mæta uppá LSH enn daginn. Þannig að ég fæ 1 dag í frí í næstu viku. Ótrúlegt hvað boltinn er farinn að rúlla af stað. Verð að viðurkenna að ég er alsæl með það því að ég finn að ég þarf á reglunni að halda.
Aðlögunin milli Lúnu og kisanna er alveg að verða komið..... kisurnar eru farnir að geta rölt um gólfið án þess að stressa sig eithvað yfir þessu. Þannig að ég verð að viðurkenna að ég er mjög ánægð með þetta.
Kveðja ... Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli