föstudagur, 6. ágúst 2010

Vikan senn á enda

Þessi vika hefur verið mér nokkuð góð ... sem betur fer. Var farin að þrá smá jafnvægi og að geta hlaðið almennilega batteríin.

Skrapp í Garðabæinn í gær og hitti Önnu Maríu og Eygló .... ( með börn að sjálfsögðu og hundana ). Við höfum ekki hittst allar 3 í ár og aldir .... Við erum allavegana að tala um mörg ... mörg ár ... Það var fellega gaman. Ég er að komast að því að mér finnst gaman að fara og hitta fólk.

En það verður samt að gerast á góðum dögum þegar að ég er vel upplögð. Í dag finn ég að ég er þreytt ... og það er kvef í mér ... veit ekki hvort að það er vegna þess að ég tók upp prjónana í fyrsta sinn síðan í júní. Kannski hefur plötulopinn pirrað mig svona. Í það minnsta þá ætla ég að taka þennan dag rólega og " walk on the safe side ". Finn að það þarf lítið á svona degi til að ég verði ómögleg. Helst langar mig bara til að sofa!

En í dag er ég að fara í sjúkraþjálfun í 1sta sinn.... verður gaman að sjá hvernig gengur hjá kellu. En það er svona eitt og annað sem þarf að koma í lag þá nr. 1-2-3 bakið á mér. Finn hvernig vöðvarnir eru komin í vitlausu ..... má ekkert gera neitt aukalega án þess að finna fyrir því ( er með slit í mjóbaki ). Þannig að maður þarf alltaf að passa sig.

Held svei mér þá að þolinmæðin sé að koma smátt og smátt .... allavegana þykir mér afskaplega vænt um þessa litlu breytingar sem að ég er að finna .... er farin að geta farið í stærri göngutúra .... þegar að ég er eirðarlaus þá er ekki rúmið 1sti kosturinn eins og var fyrir 3 vikum - nú er það ganga og svo smá túrbólúr. Og svona gæti ég áfram talið .... en það sem gladdi mig mest.... ég er farin að passa aftur í uppáhalds gallabuxurnar mínar :o) Þannig að þetta er svona allt í áttina ..... þarf þó að passa mig .... muna eftir að borða lágmark 3 sinnum á dag .... og muna eftir öllum gullkornunum sem að ég lærði á HAM námskeiðinu.

Ég held bara svei mér þá að lífið sé farið að glotta örlítið af mér :o)

Engin ummæli: