sunnudagur, 8. ágúst 2010

Verkir og aftur verkir ....

Já það hlaut að koma að því ....ég fór að finna fyrir verkjum eftir tímann hjá sjúkraþjálfanum í gær .... og er því að éta bólgueyðandi. Finn að sálartetrið má ekki við neinu svona .... er komin í niðursveiflu.... en finn samt að með því að passa mig þá er þetta ekki eins og var ég er ekki að fara eins djúpt ...vona bara að það verði þannig áfram.

Ég fór nú samt út með Lúnu mína í gærkveldi ...læddist út þannig að það var bara ég og hún og svo var ég með mp3 í eyrunum .... veðrið var yndislegt ... og mig langaði ekki inn ...ég hefði getað haldið áfram að labba endalaus ... en fann að ég varð að fara heim var komin með tárin í augun af verkjum ....þannig að það er skynsemin ræður. En ég finn að þolið er að aukast og hver veit hvað verður eftir nokkra tíma í viðbót hjá sjúkraþjálfanum. Hann sagði að það væri bólgur við vöðvafestingarnar sem tengir lærlegginn og mjóbakið og svo er ég með vöðvabólgu. Þannig að nú verður ráðist að meininu.

Eitt var ég vægast sagt spæld yfir .... ég átti von á símtali frá göngudeild LSH á fimmtud - föstud. Hún ætlaði að fylgjast með hvernig gengi á lyfjunum .... ekkert símtal kom og það kom mér ekki á óvart ...  þetta er í anda þjónustunnar sem að ég hef fengið hjá þeim. Þannig að ég tók þá ákvörðun að ég ætlaði að finna geðlækni sem getur séð um lyfjamálin fyrir mig. Ég er komin með nóg af því að treysta á fólk sem er drekkhlaðið af vinnu og nær ekki að halda yfir um það sem það er að gera. Ennþá er ég á gömlu kvíðatöflunum og hafa þær virkað eins og áður. En núna síðustu 2 nætur hef ég bætt á mig svefntöflum til að ná örugglega hvíldinni því að ég er með stanslausa verki. Ég finn að ég er úrvinda .... legg mig 2 á dag og gæti sjálfsagt lagt mig oftar en það. En ég þrauka þetta ..... þarf bara að berjast á móti neikvæðu hugsununum sem læðist að mér á svona stundum.

Ég hef svoldið verið að hugsa til baka frá því að ég fékk Lúnu .... Ég trúi því ekki enn hvað það hafa orðið miklar breytingar á mínu lífi. Og það er að smitast ....Addan mín er farin að elska að fara í þessa göngutúra okkar.Og Sissó er aðeins farin að fara. Þannig að það má segja að hún sé orðin ein af okkur ... hún er farin að mæta kisunum hérna á gólfinu og allir að verða dús. Semsagt ... hún er komin til að vera :o)

Kv. Hafdís sem á orðið nokkuð stóra fjölskyldu ... kall , 2 börn, 2 ketti og svo Lúnu ... að ógleymdu öllum Köngulónum sem eru hérna útum allt :o)

Engin ummæli: