fimmtudagur, 12. ágúst 2010

Upp og niður ....

Já þessir dagar eru skrítnir ....

Ég hef náð að halda ágætu jafnvægi síðustu daga. En í dag vakna ég þreytt og vonlaus eithvað.

Ástæða .... var hjá sálfræðinginum í gær ... er mikið að "brainstorma" og svo er ég að fara uppá LSH í dag. Það er í raun og veru ekki minn vilji. Ég fer með Sissó því að hann hefur trú á að þeir muni hjálpa mér. Ég er ekki alveg á sama máli ..... mér finnst ég vera í sama farvel og í feb. þegar að ég var hjá þeim. En ég geri þetta bara fyrir hann Sissó minn. Ég er þreytt ... og læt hann um að tala .... og við sjáum hvað setur.

Loksins þegar að manni finnst maður vera að komast í smá jafnvægi þá poppar eithvað upp í huga manns.

Síðustu helgi voru það verkirnir eftir 1 sjúkraþjálf. tíma ... það fór beint í bakið ... með tilheyrandi þannig að helgi var algjörlega í rúst. En ég náði að ná andlegu jafnvægi á mán. Í dag finn ég að ég er að síga ... og bara tilhugsunin við það sem bíður í dag og það sem er á morgun .... sjúkraþjálfun og tannlæknir. Það fær mig til að verða enn þreyttari.

Ekki nóg með það heldur er Sissó að fara í Ísafjörð um helgina þannig að hann fer strax eftir vinnu á morgun þannig að við stelpurnar erum einar um helgina. Ég verð að treysta á að fjölskyldan hjálpi mér því að ég finn að ég er ekki að höndla daginn í dag ... og ég veit að dagurinn á morgun verður erfiður líka.

Akkúrat núna vil ég bara sofna og fá frið .... Ná að hvíla mig áður en ég fer suður.

Já svona er líf mitt í dag ..... það er upp og niður .... svoldið svona eins og veðrið

2 ummæli:

SSS sagði...

Hæ,Adda Steina getur komið með okkur á Héraðsmót um helgina. Þú verður að feisa framávið og líta á þetta sem vinnu fyrir þig að fara á LSH..Ekki láta Sissó tala fyrir þig því þá ertu að flækja líf þitt að óþörfu. Þú verður að hugsa jákvætt á hverjum morgni,ég veit að það er ekki auðvelt...en svo er að gleðjast yfir litlu..t.d peysunni á Lúnu. Gangi þér vel

Helga Arnar sagði...

Vona að eitthvað hafi gengið í dag. Er alltaf að sjá í skottið á ykkur Lúnu, þetta gengur sko ekki!
Knús í ríkið þitt og vonandi verður helgin þér góð ;)