Eins og staðan er í dag er enn verið að aðlaga lyfjin við Geðhvarfasýkinni. Er núna komin í 3 töflur af Truxal, 3 af Litarex og 1 af Sobril. Mér finnst ég stundum vera eins og apótek .... ég er líka að taka 2 tegundir af lyfjum við blóðþrýstinginum. Eins og er fara lyfin vel í mig ég er að vísu með smá handarskjálfta og svo verð ég málhölt eða .... hvernig á ég að lýsa þessu ... er að tala og svo man ég ekki hvað ég er að segja. Ég er reyndar búin að vera svoldið að glíma við verkina ..... sjúkraþjálfarinn telur að það sé "vefja" GIGT. Þannig að ég ætla að heimsækja doksann og reyna að fá úr því skorið. Ég má að vísu ekki taka bólgueyðandi lyf en ég get í það minnsta lært að lifa betur með þessu. Sálfræðingurinn minn mælir með að ég fari í Verkjameðferð sem er á Reykjalundi, Stykkishólmi eða Hveragerði. Einnig var mælt með að ég færi í sundleikfimi og er ég að byrja á mánudaginn. Það verður gaman að sjá hvernig ég verð eftir tímann. Og svo er búið að bætast við síðustu vikuna .... endalaus ... brjóstsviði þó meira seinnipartinn. En miða við ástandið á mér fyrr á árinu þá er þetta hátíð. Og það besta er að ég er að ná að höndla verkina og brjóstsviðan án þess að sökkva í myrkrið.
Þannig að mér finnst ég vera ótrúlega heppin eins og staðan í dag er :o) og er glöð í hjarta.
Hérna er svo mynd af skottinu mínu eftir afmælið sem var haldið á síðasta þriðjudag með leikskólakrökkunum.
Hérna eru svo afmælisstelpurnar saman Adda Steina fædd 12 sept. og Regína Lea fædd 19 sept.
Þessi mynd er algjört æði af þeim :o)
Þessa helgina verður tekin slökun. Finn að það er búið að vera of mikið álag á mér síðustu vikuna. Er þreytt á líkama en sálin er stöðugt á hugarflugi. Og ég elska það. Vildi bara að ég gæti gert allt sem að mér langar í.
Kveðja frá Hafdísi sem er bara svoldið glöð í hjartanu :o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli