Ótrúlegt en satt ..... ég féll algerlega með lyfjatökuna í gær. Ég á að taka þau á sama tíma á hverju kvöldi. En í gærkveldi rumskaði ég ekki við mér fyrr en tæpum 2 tímum seinna ( Sissó reyndar spurði mig ). Og núna í morgun eftir að ég fór að létta svefn byrjuðu hugsanavillurnar ..... að það fari eithvað illt að gerast ! Mjög óþægileg tilfinning þarsem að ég hef haft þetta algerlega í reglu og hef ekki fundið fyrir neinu núna í 2.5 viku. Þetta segir mér bara að ég verð að fá mér eithvað sem að danglar í mig þegar að komin er tími til að taka lyfin. Síminn minn er sko ekki að hjálpa mér nóg. Er orðin voðalega ósímavæn og get alveg verið án hans nema þegar að ég er á ferðinni. Þá nota ég símann svoldið til að halda mér rólegri þegar að ég er að keyra.
Ég hef verið að spyrja sjálfan mig hvenær ég er tilbúin að fara inní eðlilegt líf ... byrja í vinnunni t.d. Ég get svarið fyrir það ... að ég hef þetta svar ekki ennþá. Eins og er þá er enn verið að stilla lyfin ... og ég er ekki að ná að höndla daginn nema til kl. ca. 17. Þá er það gigtin sem lætur á sér kræla ... þá verð ég undirlöggð af verkjum .... mismikið þó eftir því hvort að ég hafi gert eithvað eða aðeins meira. Enn sem komið er hef ég höndlað þá vel en það hafa þó komið dagar þarsem að ég hef orðið að biðja Sissó um að sjá alveg um Öddu þarsem að allt auka áreiti er bara of mikið ofaná verkina. Þannig að það má segja að ég er ekki enn búin að ná stjórn á þessu nýja lífi.
En þá er bara að ná að njóta þess hluta sem að ég get stjórnað. Ég hef verið að gera svona litla hluti til að gleðja mig. Fór í Húsasmiðjuna og keypti mér Hawaii rós. Man að amma var alltaf með svona á Þyrli. Þannig að það veitir mér mikla gleði að horfa á hana. Einnig var ég að finna niðri stóran glervasa sem að er frá mömmu og pabba sem að ég er að þrifa. Ætla að taka mynd og skella inn þegar að ég er búin að ákveða hvað ég set í hann. Ég er farin að ná að vaka til oftast miðnættist .... og er það nýjasta nýtt hjá mér að kveikja á kertum. Í gærkveldi bauð ég meirað segja Sissó, Öddu og Lúnu í kvöldrúnt um kl.23. Planið var að finna tunglið og sýna Öddu Steinu en það fannst ekki þrátt fyrir mikla leit.en við áttum engu að síður yndislega stund. Já það er skrítið þessi nýja ég ...... í það minnsta við hlið þeirra gömlu.
Kv. frá Hafdísi sem þarf að láta ígræða í sig tímastillir !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli