Því líkur munur á líðaninni. Ég hefði ekki getað trúað að svefn geti haft svona mikil áhrif á mig þegar að ég er á þessum lyfjum. Ég finn hvað lundin léttist með hverjum deginum.
Eitt af því sem að ég missi algerlega stjórn á þegar að ég fer svona niður er mataræðið. Ég verð stjórnlaus og þegar að þreytan bætist við þá sækir maður meira í sykur til að hafa orku. Alger vítahringur. Ætla að fara að halda matardagbók og pæla aðeins meira í sambandi mínu við matinn.
Enn er ég mjög drowsí á morgnanna ... ég minnkaði skammtinn og leið aðeins betur í morgun. Er ekki alveg að höndla að vera eins og múmía til 11 á morgnanna ... nú var ég orðin fín ca. 10.
Var að panta mér frá Knit Picks .... taldi mig vera búna að því en það hefur auðsjáanlega misfarist því að það var ekki búið að taka það út af kortinu mínu og það var ekkert komið til Kollu. Þannig að ég geri eina tilraun enn.
Langar svo að fara finna prjónaástríðuna hjá mér aftur .... ég er meira bara að grípa í þetta ... Langar að fara meira í djúpar pælingar og að demba mér í einhverjar flóknar uppskriftir. Verð sennilega að þjálfa mig upp í þetta :o) og muna eftir þolinmæðinni.
Jæja ætla aðeins að grípa í prjónana áður en ég fer í sjúkraþjálfun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli