Ég er sko að verða algerlega prjónafötluð þegar að kemur að því að gera eithvað meira en það allra einfaldasta.
Er búin að vera voðalega spennt að prjóna peysuna Freyju og var búin að sameina bol og ermar og loksins var komið að fyrstu úrtökunni !!!!! ég gerði 4 tilraunir í gær en það tókst ekki .... ég var næstum því farin að skæla. Hvað er eiginlega að gerast með hugann minn ... hann gengur ekki lengur á fullum snúning. Ég er hætt að geta gert hluti sem voru einfaldir ekki alls fyrir löngu. Fór því í fílu við helv... peysuna og byrjaði að prjóna dúkkuskokk fyrir dúkkuna hennar Öddu Steinu. Verð víst að halda mig við einföldu hlutina. En ég er svo pirruð yfir þessu ....
Lyfjabreytingarnar hafa komið mjög vel út nema að því leiti að ég er eins og uppvakningur á morgnanna. ég mjög erfitt með að vakna .... og ég finn að lyfjamókið er ekki farið fyrr en um 10 leitið. Ég meirað segja minnkaði skammtinn eftir 2 daga því að þá var ég í mókinu til klukkan 11. Grey Adda Steina hefur þurft að hafa mikið fyrir því að drösla mömmu sinni á lappirnar þessa vikuna. Svo stend ég mig af því að setjast í stólinn þegar að heim er komið og sitja hálfmeðvitunarlaus og bíða eftir að mókið er farið af mér.
Nú þarf maður að passa að bóka enga fundi eða annað á morgnanna því að það væri ekki eithvað sem að ég myndi hreinlega ekki höndla. Vil helst ekki vera að keyra í þessu ástandi.
Já maður er alltaf að læra .... og eins og geðlæknirinn segir ... það getur tekið alltaf ár að stilla lyfin. Sem þýðir að ég verð að vera þolinmóð.
Tók þá ákvörðun að ég yrði að vera góð í það minnsta í 3 vikur áður en ég fer að íhuga að fara í vinnu ... ég var farin að láta mér detta í hug að fara vinna í nóvember. En eftir síðasta fall þá er best að vera skynsamur. Það er jú ekki það langt síðan að ég byrjaði á lyfjunum þannig að líkaminn er ennþá að venjast og aðlagast.
Annars er bara allt í því rólega .... gamla settið er ennþá í Ameríkunni góðu og við spjöllum við þau á Skypinu .... Öddu Steinu finnst alveg vera komin tími á að þau komi heim. Ég var búin að panta úr prjónabúð þannig að ég get látið mér hlakka til :o) Einnig pantaði ég smá á hana Öddu ... það verður gaman að sjá hvað skottið segir þegar að það kemur. Talandi um Öddu .... þau voru búin að finna þennan fína jólakjól .... m. svörtu flaueli á efra stykkinu og svo fallega jólarautt pils. Haldi þið að hún hafi ekki sagt hreint og beint NEI ! alveg sama þó að það hafi fylgt alveg eins kjóll á dúkkuna. Manni fallast nú bara hendur stundum yfir þessari ákveðni á þessari snót. Annað dæmi er að ég var að prjóna trefil á hana og að sjálfsögðu bleikan. Nei ... nú er hún að verða spennt yfir fjólubláum þannig að ég endaði á að hekla fjólublátt í kringum og setti svo blómakannt á annan endan. Við skulum nú sjá hvort að hún noti hann. Annars verður bara einhver heppin snót sem að fær hann.
Jæja nú er ég hætt ..... orðin passlega vöknuð til að fara gera eithvað.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli