Jæja ég fór í gær til geðlæknisins og hann breytti lyfjunum .... það var eins og við manninn mælt ... ég svaf mun betur og dagurinn gekk stórslysalaust fyrir sig. Ég verð að fara læra að þekkja þessi einkenni betur. En hann minnti mig bara á það að við erum að tala um að aðlögun getur tekið alltaf eitt ár ! þannig að ég þarf ekki annað en að veikjast eða eiga slæma daga þá gæti ég þurft að endurskoða lyfin.
Dagurinn í dag var fínn .... fór í sundleikfimina og fór svo í tásudekur .... er komin með þessar fínu flottu neglur ( að vísu búin að skemma eina ! svo mikið ég ). Það var ekkert smá gott að fá svona dekur eftir síðustu vikuna.
Á morgun á ég svo fund í Reykjavík og svo er ég að fara hitta stelpurnar í vinnunni í kvöldmat og mas örugglega frammeftir kvöldi. Ég hlakka svo til .... hef dregið mig svo mikið til baka þessa viku og hálfa eftir að fór að síga á ógæfuhliðina. Höndlaði einfaldlega ekki að vera nálægt fólki of mikið.
Annars gæti maður nú ekki kvartað .... sérstaklega ekki eftir að hafa sofið :o) Það er ekki mikið sem að maður biður um.
Jæja læt þetta duga að sinni. Er að prjóna á mig peysu og er alveg að verða komin uppað handveg þannig að ég er mjög spennt að halda áfram. Þetta er jú búið að vera langur prosess ... ég keypti lopann í júní ! Takk. Set myndir inn þegar að ég klára.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli