mánudagur, 11. október 2010

Enn sama staðan á mér

En ég er að fara til geðlæknissins á morgun. Hann sendi mér línu og átti lausan tíma. Þannig að það verður stór dagur geðlæknirinn og sálfræðingurinn.

Ég er mjög fegin því að ég er ekki að ná að halda neinu jafnvægi þessa dagana. Næ ekki að sofa fullar nætur vegna verkja þannig að ég er komi í vítahring. Og það er akkúrat það sem ekki má.

Í gær var Sissó eithvað að segja við mig og ég fór í fulla vörn og með tárin í augunum .... ég er með allar varnir uppi meirað segja gagnvart mínu nánustu. Er ekki að ná að gera neitt að neinu ráði þannig að ég er eirðarlaus og ómögleg.

Í dag ætla ég þó að fara í sundið en verð að fara varlega því að líkamlega er ég mjög tæp. Væri eiginlega til í að fara í sundið og bara láta mig fljóta í lauginni og hlusta á slökunarmúsik. Afhverju ætli það sé ekki notað ?

Jæja ég ætla að slaka mér smá fyrir sundið.

Hafdís sem er frekar ósátt við ástandið á sér ..... langar að fá jafnvægi og frið innra með mér.

1 ummæli:

Heiða sagði...

Njóttu þess að fara í sund og eigðu svo góðan dag með Lúnu :)