Já þannig líður mér akkúrat núna .... og hvað geri ég .... það eina sem að ég kann og hef alltaf notað þegar að mér líður illa ég BORÐA og mikið af því.
Síðustu 2 vikur hef ég átt við m.a.
gigtin ( vakna eins og gamalmenni á morgnanna og er enn þreytt )
sveppasýkingarvandamál eftir sundleikfimina en ég vona svo sannarlega að ég sé sloppin
kvíðaköst búin að taka allavegana 3 síðustu 1.5 vikuna
finnst þunglyndið vera að koma aftur og ég er alveg að missa alla stjórn
Mig langar svo til að framkvæma hluti sem að mér dettur í hug ..... en það virðist vera alveg sama hvað ég geri og hversu lítið þá hefnist mér alltaf fyrir það.
Í sjúkraþjálfuninni í dag .... gekk ágætlega svona rétt á meðan að ég gerði æfingarnar mínar ... en þegar að hann tók mig inní herbergi þá féll ég algerlega ... líkaminn sagði bara stopp ... hann setti mig í hitabakstra í 20 mín og það algerlega bjargaði mér. Ég náði að klára restina af tímanum með nokkrum tárum. Og hrökklaðist út og náði ekki einu sinni að segja góða helgi.
Ég hata þetta ástand á mér. Sissó minn horfir vanmáttugur á mig og ég horfi á hann til baka og veit ekki hvað ég á að segja annað en .... ég get ekki höndlað ástandið eins og það er ... og ég er búin að vera þessa dagana.
Ég vona svo sannarlega að ég vakni á morgun og að það verði góður dagur.
Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli