Já nú er ég komin með nokkuð fasta stundaskrá. Og hef ég verið úrvinda aðra vikuna en fín hina vikuna. Vikan sem að ég hef verið úrvinda er vikan sem að ég fer í Rvk. Það er ótrúlegt hvað tekur á mann að fara svona.
Sjúkraþjálfarinn minn er nokkuð ánægður með að ég skuli vera byrjuð í sundleikfimi. Á meðan að ég fer í hana fer ég til hans 1 sinni í viku. Að vísu er ég búin að glíma við svona konuvandamál síðan að ég byrjaði í sundinu þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður hjá mér. Er búin að vera í meðferð í 1.5 viku þannig að ég vona að ég sé komin yfir þetta. Kemur í ljós á morgun.
Á morgun er ég að fara á 2 tíma fyrirlestur hjá honum Kára ( http://www.ckari.com/ ). Ég hlakka mikið til og vona að ég nái að læra heilan helling hjá honum.
Svo er ég líka að fara á stelpuhitting á fimmtudaginn hlakka svakalega til. Þetta er hópur úr vinnunni sem höfum haldið sambandi. Nú þarf maður að fara koma sér í gírinn og fara fara í vinnu. Er að vona að ég fari að ná fullu jafnvægi þannig að hægt verði að fara ákveða tíma.
Mamma og Pabbi eru að fara heimsækja Kollu systir á þriðjudaginn og verða í 3 vikur. Ég er búin að vera með hugann hjá Kollu að undanförnu. Það eru búnar að vera framkvæmdir í gangi hjá henni og það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með. Það er verst að mig langar eiginlega heim aftur.......
Að lokum pósta ég hérna inn mynd af mér þegar að ég var ... hm.... sennilega 15 ára

Engin ummæli:
Skrifa ummæli