Já síðasta vika hefur verið agjör línudans .... ef ég sef vel þá líður mér vel. Það er eiginlega málið.
Hef verið í tilraunastarfsemi með lyfin sem gengur ótrúlega vel. En guðsé lof að ég þarf ekki að hugsa um mjög margt þessa dagana. Ég er sko engan vegin að ganga á fullum snúningi.
Skottið mitt hefur aðlagast móðir sinni ótrúlega vel ... þegar að ég fæ nóg þá sussa ég á hana og uppsker koss knúr og Elsku mamma tóninn. Hún veit að það eru misgóðir dagarnir þannig að þá spyr hún er mamma veik. Stundum finnst mér það ömurlegt að láta barnið alast upp svona en það er barasta ekki annað í boðið. Svo verður maður bara að þakka fyrir hvern góðan dag.
Síðustu 2 vikur hef ég lesið 2 viðtöl við fólk með geðhvarfasýki. Og bæði tilfellin voru extream tilfelli. Afhverju getur maður ekki fengið að sjá tilfellin sem ganga vel. Verð að viðurkenna þá daga sem að mér líður ekki vel þá þarf ekki annað en svona til að finnast framtíðin ekki björt. En ég er ákveðin í því að það verður ekki mitt hlutskipti. Ég ætla mér að koma lyfjunum í gott stand og svo er ég að stefna á að fara vinna fljótlega ef að ég næ að halda þessum góða dampi sem hefur verið á mér.
Á morgun er ég svo að fara hitta skemmtilegar stelpur í hádeginu og hlakkar mig mikið til. Það þarf ekki að vera mikið til að gleðja :o)
Jæja nú ætla ég að hætta. Skrokkurinn er þreyttur í dag enda var sundleikfimisdagur. Þá er maður örlítið gamall í líkamanum.
Kv. Hafdís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli