laugardagur, 23. október 2010

Að sætta sig við hlutina

Síðustu dagar hafa verið erfiðir og á ég erfitt með að sætta mig við hlutina

Bara það að vera fara í Reykjavík að hitta vinkonur gerði mig svo spennta að svefninn fór í rugl hjá mér og þá fylgdi allt annað á eftir.

Er búin að vera upplifa allskynstilfinningar en mest reiði þá. Ég get sætt mig við að vera með geðhvarfasýkina ef það væri það eina en að vera með vefjagigtina líka það fer alveg með mig þessa dagana. Kuldinn smýgur í mig og mér finnst ég vera eins og ósmurð vél. Tilfinningalega er ég að dragast niður. Október er ekki liðinn og veturinn rétt að byrja. Ég á tíma hjá Gigtarlækninum í lok des. en mun ekki geta farið á nein lyf við þessu vegna lyfjanna sem ég er á v. Geðhvarfasýkinni. Finnst þetta vera alltof mikið ...... ég er farin að loka mig af og kuldans vegna þá hef ég ekki lengur ánægju af því að fara í göngutúra.

Ég meirað segja fékk þessa svakalega löngun til að fá mér í glas ... en það er bannað eins og svo margt annað.

Eina ánægjan mín þessa dagana er að horfa á fjölskylduna á góðri stundu og að prjóna. Virðist ekki ná mér uppúr þessu.

En á morgun er dagurinn .... sem að ég skal vakna upp og líða betur .... ætla að eyða þessum degi í notarleg heit. Var að horfa á Dirty dancing. Í þá gömlu góðu daga ....

Hafdís

1 ummæli:

Helga Arnar sagði...

knús til þín fallega kona. Sendi til þín fullt af hlýjum hugsunum. Ótrúlegt í þessari lyfjaveröld að ekki sé hægt að finna lyf sem geta farið saman vegna geðhvarfasýkinnar og verkjanna vegna gigtarinnar.