sunnudagur, 31. október 2010

Staða.....

Jæja þá er læknavikan búin .... hann var nú ekki tilbúinn að láta mig hætta á neinum lyfjum en bætti á mig geðlyfi sem á að ná mér uppúr þessari flatneskju sem að ég er í. Einnig á ég að taka paratabs þegar að verkirnir eru sem verstir. Ég vona svo sannarlega að þetta komi til með að virka því að ég hef litla stjórn á öllu sem snýr að hugsa um sjálfa mig. Ég hef alveg lokað mig meira og minna af og gæti ekki verið meira sama um lífið fyrir utan.
Blóðsykurinn er kominn í hæðstu mörk og nú verður þetta að gerast .... verst að ég hef engar áhuga yfirhöfuð ... ég sveiflast í mataræðinu eins og líðanin er hverju sinni. Og ef að einhver skýtur á mig með þetta finnst mér vera vegið að mér og það liggur við grátkasti. Jafnvægið er lítið.
Áhuginn á göngutúrum er orðinn lítill þarsem að kuldinn fær mig til að fá verkjaköst hér og þar. Afleiðingar ... þunglyndið er að síga yfir mig án þess að ég ráði neinu.

Annars er gamlasettið komið heim frá Ameríkunni. Ég var búin að panta útigalla á skottið sem að hún elskar ... sjúkket því að hún er mjög pikkí á föt ... einnig fékk hún þessa fínu flottu Dóru strigaskó með ljósi og VÁ hvað það sló í gegn. Mamma keypti svo fyrir mig kuldaskó og spariskó. Þannig að nú er hún bara í nokkuð góðum málum hvað varðar föt.
Ég pantaði mér joggingbuxur ( þarsemað það eru nánast einu buxurnar sem að mér líður vel í útaf bakinu), peysu og bol - bleikan ég legg nú ekki meira á ykkur. Hrikalega ánægð með þetta. Alltaf þegar að einhver kemur þá langar manni alltaf að fara út til Kollu. Það er verst að nú fer að kólna hjá henni í veðri. Þannig að mig dreymir hlýrri drauma þessa dagana .... fara einhvert þarsem að nóg er að vera á stuttermabol og stuttbuxum. En það má láta sig dreyma kostar ekkert.

Ég hef verið að reyna að meta hvort að ég sé tilbúin að fara útá vinnumarkaðinn aftur ..... en ég færi ekki í fulla vinnu til að byrja með .... ég hreinlega veit það ekki ...... á góðu dögunum langar mig en á slæmu finnst mér ég ekki vera tilbúin ! Hvenær veit maður hvenær maður er tilbúin ?

Ég er búin að ákveða að prjóna bara smástykki ..... eftir að ég kláraði peysuna þá langar mig ekki að prjóna aftur ... í það minnsta strax. Hef ekki ennþá tekið mynd af henni en skelli henni inn þegar að ég er búin að því.
Núna prjóna ég vettlingar .... er að prjóna til að þæfa ... þeir eru svo hlýjir og góðir. Að prjóna færir mér ótrúlega ró.

Jæja ég ætla að láta þetta duga að sinni .....
Kv. Hafdís

Engin ummæli: