mánudagur, 1. nóvember 2010

Pirr ... Pirr

Já það er stutt í pirringinn hjá mér ....

Gærdagurinn var ömurlegur ég seig í þunglyndismók. Fann allar hugsanirnar koma yfir mig sem ég hafði í sumar. Finnst ég vera í miklum afturbata.

Ég var að lesa um aukaverkanir á lyfinu sem að ég er að taka .... m.a. þyngdaraukning ... þetta er 2 lyfið sem að ég er að taka sem hefur þessi áhrif. Afhverju ef verið að gefa manneskju sem er í mikilli yfirvikt lyf með þessari aukaverkun. Ég spurði hann hvort að það væru einhverjar aukaverkanir ... nei nei ... þær væru það vægar að miða við önnur þá væri það ekkert. ARG......  Mér finnst ég ekki hafa neina stjórn á ástandinu á mér. Það þarf ekki annað en utanað komandi áreiti þá er ég eins og áralaus bátur. Ég er svoldið í pollíönnuleik útávið því að ég var komin á ágætisról og nú er allt í vitleysu. Vil bara að fá að vera ein og tala við sem fæsta. Svo er bara biðin eftir að þetta nýja lyf fari að virka.

Maðurinn minn var að sækja um vinnu .... sem er náttúrulega frábært .... eini ókosturinn er að hann er í burtu í 1 mán og frí í 1 mán. Þegar að ég fór uppí rúm þá fattaði ég alltíeinu .... hvað gerist ef að Adda Steina vaknar upp um miðja nótt með hita ..... töflurnar sem að ég tek þær kíla mig algjörlega niður. Ég held varla haus fyrr en um 10-11 á morgunanna. Hún er venjulega 30 mín að koma mér frammúr á morgnanna. Ég var ekki búin að fatta þetta ...... sagði honum bara að sækja um og þetta myndi bjargast allt saman. Við Adda Steina myndum aðlagast þessari breytingu. Líklega þarf ég þá að minnka skammtinn á þessum töflum verð að ræða það við lækninn minn ef að til þess kemur.  Já það þarf að spá í svo marga hluti .......
Lífið mitt er bið þessa dagana .... og sp. um að taka 1 dag í einu

Engin ummæli: