miðvikudagur, 17. nóvember 2010

Hér er ég

Já ég skellti mér í strípur til hennar frænku í gær. Var ekkert smá ánægð með hana eins og alltaf dekrað við mann í bak og fyrir. Fékk svona fína greiðslu og ótrúlegt en satt þá líkar mér hún vel. Veit samt ekki hvort að ég verði svona duglega að slétta og greiða hárið á mér.

Jæja svo er það fundurinn ( í vinnunni hjá mér ) á föstudaginn .... ég er rosalega spennt. Vona að allt gangi vel. Er bara spennt að fara vinna aftur. Finnst ég vera komin á ágætisról og held að nú sé komin tími til að láta á það reyna.

Í dag ætlum við Adda Steina að kíkja á seríurnar og jafnvel setja upp. Skottið mitt getur varla beðið. Ég finn rosalega mikinn mun á mér eins og gagnvart Öddu Steinu. En ég má þó ekki missa svefn þá er voðinn vís.
Hérna er ein að lokum að heimilismeðlimunum :
 Þetta kallast að hafa það gott. Bið að heilsa að sinni. KV. Hafdís

Engin ummæli: